Fjórir af fimm í öndunar­vél full­bólu­settir

frettinInnlendarLeave a Comment

Fjöldi sjúk­linga sem eru á Land­spítala er nú 27 inni­liggjandi með Co­vid-19, þar af 21 á bráða­legu­deildum þar sem þriðjungur er bólu­settu, meðal­aldur inn­lagðra er 65 ára.

Á gjör­gæslu eru enn sex inni­liggjandi og þurfa fimm á öndunar­véla­stuðningi að halda, einum fleiri en í gær. Af þeim sem eru á gjör­gæslu eru fimm bólu­settir og eru fjórir sem þurfa á öndunar­véla­stuðning að halda bólu­settir.

Á Co­vid-göngu­deild spítalans eru nú 1.162 í eftir­liti, þar af 223 börn. Fjórir sjúk­lingar eru metnir sem rauðir, sem er fjölgun um þrjá milli daga, og 38 flokkaðir sem gulir og þurfa nánara eftir­lit.

15 starfs­menn eru í ein­angrun með Co­vid, 22 í sótt­kví A og 68 í sótt­kví C.

Skildu eftir skilaboð