Krónan og Bónus afnema grímuskyldu

frettinInnlendarLeave a Comment

Krónan og Bónus hafa afnumið grímuskyldu í verslunum sínum frá og með deginum í dag 1. september. Telja forsvarsmenn Krónunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Sama hjá Bónus „Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum því skylduna“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Almenn grímuskylda tók gildi á ný í lok júlímánaðar í rýmum þar sem sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðarmörk. Fyrst var nokkur óvissa um hvort grímuskyldan ætti við í verslunum en rekstraraðilar matvöruverslana tóku sig saman og kölluðu eftir því að viðskiptavinir bæru grímu.

Í tilkynningu segir að viðskiptavinir og starfsfólk krónunnar eru beðin um að huga áfram að eins metra reglunni og allir hvattir til að nýta sér sótthreinsispritt í verslununum. Öllum sé að sjálfsögðu áfram velkomið að bera grímur.

Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings og því margir langþreyttir íslendingar sem taka afar vel undir þetta framtak krónunnar og fagna víða á samfélagsmiðlum.

Ásta S. Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar

Skildu eftir skilaboð