Þórhildur Gyða fékk milljónir í miskabætur: „Ég fór í sleik við sugar daddy og addaði 17 ára strák á snap“

frettinInnlendar13 Comments

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur haft sig mikið í frammi í umræðunni síðustu daga og sakað landsliðsmann Íslands í knattspyrnu, Kolbein Sigþórsson um að hafa beitt sig ofbeldi á skemmtistað laugardagskvöld eitt í september árið 2017. Þórhildur segir hann hafa gripið í klofið á sér og tekið hana hálstaki í stutta stund. Hún kærði meint ofbeldi daginn eftir til lögreglu. Hálfu ári síðar sendi faðir konunnar tölvupóst á aðila innan KSÍ og á forseta Íslands þar sem hann greinir frá frásögn dóttur sinnar sem þá var 21 árs gömul.(1)

Þórhildur fullyrðir að lögmaður á vegum KSÍ hafi í kjölfarið haft samband við sig og spurt hana hvort hún væri til í að skrifa undir þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. KSÍ hafnar því að lögmaðurinn hafi verið á vegum knattspyrnusambandsins. Þórhildur fullyrðir þá að annar lögmaður hafi haft samband við sig síðar sem hafi tjáð henni að Kolbeinn myndi vilja hitta hana og biðjast afsökunar .(2)

Uppfært: Samkvæmt nýjustu heimilidum frettin.is greiddi Kolbeinn 6. milljónir í heildina vegna þessa máls.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttin.is greiddi Kolbeinn Þórhildi í kjölfarið á fundinum 6 milljónir króna í miskabætur. Auk þess sem Kolbeinn greiddi Stígamótum 3 milljónir króna. Þessi sátt virðist hafa dugað skammt þar sem málið er komið í umræðuna í dag og búið er að útiloka Kolbein frá hóp íslenska landsliðsins. Kolbeinn hefur hafnað því að hafa beitt Þórhildi ofbeldi.(3)

Þórhildur áður sakað menn um ofbeldi í fjölmiðlum
Athygli vekur að Þórhildur sem er í dag 25 ára gömul hefur áður ratað í fréttir vegna sambærilegra mála.
9. desember 2017 birtist viðtal við Þórhildi á Vísi en greinin birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Þar ræðir Þórhildur um samband sem hún var í þegar hún var sextán ára gömul og lýsir andlegu og líkamlegu ofbeldi sem þáverandi kærasti hennar átti að hafa beitt hana. Fram kemur í greininni að eftir að sambandinu lauk hafi Þórhildi svo verið nauðgað af öðrum manni .(4)

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttin.is mætti Þórhildur á ráðstefnu þann 21. febrúar 2018 og hélt þar framsögu ásamt femínistanum og kynjafræðikennaranum Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem er sú sama og byrjaði umræðuna um KSÍ í aðsendri grein á Vísi.(5) Þrátt fyrir að þær hafi verið saman á ráðstefnu árið 2018 hafnar Hanna Björg að hafa vitað af máli Þórhildar þegar hún tók að gagnrýna KSÍ .(6)

Konur í stjórn KSÍ buðu svo Hönnu Björgu og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur talskonu Stígamóta, sem voru báðar með Þórhildi á áðurnefndri ráðstefnu árið 2018, til fundar og á mynd með meðfylgjandi frétt má sjá þær stöllur ganga glaðar í bragði af fundi sambandsins.(7) Þær virðast því allar hafa þekkst í nokkur ár.
Árið 2018 skrifar Þórhildur svo stöðuuppfærslu á Twitter þar sem hún sakar Björn Braga Arnarson um að hafa áreitt sig kynferðislega.(8)

Ummæli Þórhildar á Twitter vekja athygli
Tvít frá Þórhildi Gyðu frá árinu 2017 hafa vakið athygli í ljósi umræðunnar en þar tilkynnir hún að hafa farið í sleik við svokallaðan „sugar daddy“ á svipuðum aldri og pabbi sinn ásamt því að hafa „addað“ 17 ára gömlum strák á samskiptaforritið snapchat. Þá segist hún gera í því að gera vinkonur sínar að kviðsystrum sínum og vini að kviðmágum.

 

Stöðuuppfærslur Þórhildar má sjá hér að neðan:

 

  1. https://www.ruv.is/frett/2021/08/27/landslidsmadur-jatadi-brot-og-greiddi-miskabaetur
  2. https://www.visir.is/g/20171057088d
  3. https://www.visir.is/g/20212142892d/um-ksi-og-kvenfyrirlitningu
  4. https://www.frettabladid.is/frettir/sakar-bjorn-braga-lika-um/
  5. https://www.dv.is/433/2021/8/29/vissu-ekki-um-mal-thorhildar-thegar-thaer-hofu-ad-gagnryna-ksi-fyrir-thoggun-formadurinn-er-ruinn-trausti/.
  6. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/29/hanna_bjorg_og_talskona_stigamota_fundudu_med_ksi/
  7. https://www.frettabladid.is/frettir/sakar-bjorn-braga-lika-um/

13 Comments on “Þórhildur Gyða fékk milljónir í miskabætur: „Ég fór í sleik við sugar daddy og addaði 17 ára strák á snap“”

  1. Þarf manneskjan ekki á hjálp að halda, sem og þessi „forkona“ í KÍ? Mín samúð er og hefur alltaf verið með þolendum ofbeldis, en sumt orkar tvímælis.

  2. Sé eitthvað að marka þessa frétt – þá er afskaplega freistandi að álykta sem svo að umrædda unga konan sé ekki alveg í toppstandi!

  3. Fólk ekki gleyma því að það er í „lagi“ ef konur gera eitthvað af sér, enginn segjir neitt við því, það er öllum drullusama um allt og alla, við karlmenn erum svoleiðis krossfestir ef við svosem nánast horfum á konur, þær kveðjast vilja menn sem veita þeim athygli en svo þegar það er gert þá er það bara litið á það sem kynferðislega áreitni, þetta er fokking full langt gengið svona öfga shit, jú ég meina OFC eiga menn ekki að vera áreita konur kynferðislega á neinn einasta fokking hátt, en þegar þessi vitleysingur eins og ÞÓRHILDUR GYÐA hagar sér, þá spyr ég sjálfan mig og aðra hvort við eigum í raun og veru að vera taka mark á jafn ómerkilegu rykorni sem hún er.

  4. Ég elska þetta kommentkerfi.

    Svo retró…

    Frábær vefur líka. Svona íslenskur óður til The Onion…

  5. Er þetta mögulega leikur einn til að ná í pening án vinnu og hann ekki neinir smáaurar. Tæling er hugtak þekkt úr lögum og er ekki samþykkt aðferðafræði hvorki af hálfu yfirvalda né einstaklinga.
    Ef svo er að þessi kona noti sér tælinguna sem tekjuöflunartæki má þá ekki rannsaka það svona til að komast að hinu sanna. Mér sýnist hún hafa ýtt þessari umræðu af stað og þá er spurning hvort Kolbeinn sé sá sem rofið hafi samning en umræðan hefur gert hann að síbrotamanni í þessu tiltekna máli sem einnig hefur haft stórar afleiðingar fyrir hann í hans núverandi lífi. Hver veit hvor greiðir næstu samkomulagssátt þegar öll kurl hafa komið í ljós. Ljótt er að sjá og læra um tíðni þá sem tengist þessari konu og samskyns málum undanfarin ár.

  6. Samfélagsmiðlakynslóðin setur þetta hnignandi samfélag endanlega á haugana….

  7. Er ekki bara kominn tími til að manneskjan fái sér vinnu og hætti að eyðileggja líf annarra?
    Hún tók við peningunum og þá er málið búið.
    Hún hefði að sjálfsögðu átt að hafna þeim og halda áfram með sitt mál, sem hún gerði ekki og þá er málinu lokið!
    Mörgum verður á í lífinu og er lífið lærdómur og við alltaf að læra eitthvað nýtt.
    Kolbeinn baðst afsökunar á þessari hegðun sinni og greiddi henni bætur fyrir þessa framkomu. Hvað getur maðurinn gert meira????
    Batnandi mönnum er best að lifa!!!

  8. Hið kvenlega eðli að finna kallmann sem er góður í að afla auðæfa til að kaupa hús bíl og tásuferðir til Tene er að deyja út.
    Núna eru konur á Íslandi búnar að fatta og meðtaka hvernig skuli nýta kynjamisréttið ásakanir og lygar gegn karlmönnum til að það afli þeim milljónir eða gefi þeim tugi milljóna í vasann bara með því að saka rétta menn með háu launin og frægð og aðra þá sem eru þekktir og moka inn um að hafa áreitt þær eða snert eða sagt “hæ” meðan þær hanga sjálfar hanga í þessum strákum vælandi og volandi í þeim eftir athygli rúmförum og peningunum þeirra fyrir sjálfar sig enda sjálf skapaðar Gold diggers þar á ferð.
    En þegar strákarnir vilja þær ekki, hafa ekki nokkurn einasta áhuga á þeim þá hrúgast þær á netmiðla til að ásaka þá um allt það versta sem til er í orða bókinni, ásakanir að þeir séu að áreita sig eða því verra til að krefja þá og kúga formúgu fjár af þeim í ótakmarkuðum yfirgangi græðgi og íllhvitni oftast stutt af öfgum snar bilaðra öfga feminiskra ofbeldis kvenna “sem trúa þeim”,sama hverju þær ljúga og snúa við sannleikanum sér sjálfum til þæginda og yndisauka.
    Þessi nýja kynslóð athyglis sjúkra kvenna sem oftar en ekki hleypur um striplandi á G streng með sílikonið á afborgunum hoppandi og skoppandi um með sínar þrollalegu uppblásnu Andrésar andar varir útlítandi eins og uppblásnar gúmmí tuðrur á þurru landi.
    Þetta lið virðist með ótakmarkaða athyglissýki sem fylgir mjög oft skemmdarverka eðli sem þær nýta sér með bros á vör til að eyðileggja karlmenn og skemma líf þeirra og framtíð meðan þær leka krókudíla tárum kallandi á vorkun og samúð og svimandi háar skaðabætur því þær eiga svo ógurlega bágt vegna allra kynóðu karlmannanna sem “láta þær bara ekki í friði”

Skildu eftir skilaboð