Rannsaka yfir 600 tilkynningar vegna móðurlífsvandamála eftir bólusetningu

frettinInnlendar1 Comment

Lyfja­stofn­un hef­ur borist yfir 600 til­kynn­ing­ar um gruns um auka­verk­anir sem lýsir sér í  rösk­un á tíðahring kvenna og blæðingavandamála í kjöl­far bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19. 

Nú þegar eru komnar yfir 2000 konur í facebook hópinn "Tíðarhringur kvenna gegn C19" og er einungis ætlaður konum sem kannast við vandamálið fá inngöngu í hópinn en þar hafa þar skapast miklar umræður og lýsingar kvennanna margar hverjar skelfilegar. Fjölmörg dæmi eru um að konum hefur blætt stanslaust úr legi í fleiri vikur og sú sem á metið er komin á yfir nítugasta dag blæðinga og fylgir því eðlilega mikil veikindi eins og hiti, slappleysi og vitað er um að einhverjar hafi þurft á blóðgjöf að halda. Þá hefur Frettin.is einnig borist upplýsingar um eina konu sem fór í legnám fyrir nokkrum árum en byrjaði skyndilega að blæða úr legi strax eftir bólusetninguna og virðast læknar ráðalausir.

Undarlegt þykir þessi svör frá Landspítala og Lyfjastofnun sem gefa frá sér tilkynningu að "eins og sakir standa bendir ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetningar og þessara tilkynntu atvika."  En ef a.m.k hundruðir kvenna glíma við sama vandamál í beinu framhaldi af bólusetningunni séu þeir ekki að sjá orsakasamhengið og hljómar því ekki trúverðugt að mati margra kvenna sem eru að glíma við veikindin í kjölfar covid sprautunnar og hefur einhverjum af þeim verið ráðlagt af læknum að þiggja ekki annan skammt.

One Comment on “Rannsaka yfir 600 tilkynningar vegna móðurlífsvandamála eftir bólusetningu”

Skildu eftir skilaboð