Landlæknir Breta gefur grænt ljós á bólusetningar barna, þvert á álit vísindamanna

frettinInnlendarLeave a Comment

Chris Whitty landlæknir Breta ætlar að fara þvert á álit JCVI (Joint Committee on Vaccination and Immunisation) sem er ráðgjafanefnd breskra stjórnvalda í bólusetningum. Aldrei áður hefur breska ríkisstjórnin farið gegn áliti vísindamannanna.

Landlæknirinn sem hefur undanfarið verið að vega og meta bólusetningar ungmenna ætlar nú að samþykkja bólusetninguna og segir að það muni hafa góð áhrif á andlega heilsu og félagslegan þroska þeirra. Þó ætlar hann hugsanlega aðeins að mæla með einni sprautu fyrir hópinn vegna áhættu á hjarta-og gollurshúsbólgu í ungu fólki.
En samkvæmt nýrri rannsókn eru börn sex sinnum líklegri til að fá hjartavöðvabólgu heldur en að leggjast inn á spítala með Covid, segir í frétt Daily Mail.

Skildu eftir skilaboð