Flensan sem aldrei kom

frettinErlent, InnlentLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar frá Danmörku:

Í Noregi vara sérfræðingar nú við því að flensan í ár geti orðið óvenjuskæð og leitt til margra sýkinga og dauðsfalla. Meðal ástæða: Ónæmiskerfi sem var hlíft við flensunni og raunar flestum veirum í fyrra vegna lokana og takmarkana, og því illa undirbúið. The Local segir svo frá:

„Flensutímabilið í ár hefur fengið heilbrigðissérfræðinga til að vera á varðbergi vegna þess að strangar ráðstafanir til að koma í veg fyrir smit á síðasta vetri sem miðuðu að því að hefta útbreiðslu Covid hafa haft þau áhrif að verulega dró úr inflúensutilfellum í Noregi.
Og þó að á yfirborðinu geti þetta virst vera góðar fréttir þá þýðir það í heildina að ónæmi íbúa er mun lægra en venjulega á flensutímabili."

Þessi skýring á inflúensuleysi hefur verið gefin víðan í heiminum en menn hafa þó spurt sig hvernig sóttvarnarreglur hafi náð að stöðva flensu en ekki Covid.

Við þessu höfðu raunar ýmsir varað og svolítil heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur það sama. Ónæmiskerfi okkar mætti líkja við her sem þarfnast stanslausar þjálfunar og góðrar næringar. Lokir þú það inni í lengri tíma þá veikist það.
Í Danmörku hefur öllum innlendum takmörkunum vegna Covid verið aflétt og spítalar margir að fyllast, en vegna RS-veirunnar. Í fyrra réði Covid ríkjum og aðrar veiru héldu sig til hlés. Núna er Covid á undanhaldi og aðrar veirur að taka við.

Vonum að engin þríeyki verði stofnuð utan um flensuna og RS-vírusinn. Ónæmiskerfi okkar mega ekki við því!
Á Íslandi hefur engin inflúensa greinst og enginn látist af þeim árlega vágesti frá því að Covid barst til landsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.