Barðist við bakkus og var næstum búinn að missa tökin

frettinLífiðLeave a Comment

Pálmi Snær Rúnarsson er 27 ára gamall og mætti líkja honum við gangandi kraftarverk.

Hann leiddist ungur út á myrka braut þar sem hann byrjaði að neyta fíkniefna sem þróaðist svo útí harðari neyslu í kringum tvítugsaldurinn.

Neyslan gjörsamlega tók völdin og Pálmi byrjaði að týna sjálfum sér með þeim afleiðingum að allt fór niður á við í lífi hans. Hans nánustu vinir og ættingjar sáu sér ekki annað fært en að loka á hann á þessu myrka tímabili því sársaukinn sem fylgir því að horfa á eftir ástvinum í hendur fíkniefna hefur orðið mörgum ofviða, fólk finnur til vanmáttar og sér enga aðra leið en að loka á viðkomandi.

Pálmi náði svo loks að verða edrú og hefur snúið við blaðinu.

Frásögn Pálma

Á þessum tíma átti ég í miklu basli við fíkniefni og því dýpra sem ég var sokkinn því erfiðara var að koma mér úr þeirri dýflissu sem ég var sokkinn ofan í, ég fór að svíkja alla í kringum mig og var orðin einhver sem að ég þekkti ekki sjálfur.

Vanlíðanin var orðin svo mikil að ég var farinn að missa lífsviljann og langaði helst ekki að vera hér lengur.

Kvöld eitt tók ég of stóran skammt og móðir mín þurfti að pumpa í mig lífi og á þeirri stundu þegar ég rólega áttaði mig á því sem gengið hafði á breyttist eitthvað innra með mér og á þeirri stundu tók ég ákvörðun um að láta móðir mína aldrei upplifa þennan sársauka framan, að sjá son sinn í þessu ástandi.

Ég byrjaði að reyna snúa við blaðinu en það gekk hægt til að byrja með.

Fyrir þremur árum fór ég svo loksins í meðferð og hef verið án fíkniefna seinustu tvö árin og ætla mér aldrei aftur á þann dimma stað sem ég var fastur á.

Ég er svo þakklátur fjölskyldu minni og þeim vinum sem hafa umvafið mig aftur allri sinni ást og umhyggju og haft trú á mér í gegnum þessa erfiðleika.

Það sem að hefur hjálpað mér að komast í gegnum þetta eru skrifin og skrifa ég mikið af textum og samdi ég lag sem að táknar minn dans við bakkus og bataferlið, segir Pálmi.

Pálmi samdi lag um þessa tíma og bata ferlið sitt með henni Dagbjörtu Rúriks eða DÍA eins og hún er kölluð. Í dag kom lagið þeirra út ásamt tónlistarmyndbandi.

Dagbjört og Pálmi hafa sungið saman síðan þau voru 17 ára en voru að gefa út sitt fyrsta lag saman í dag.

Lagið heitir Gef þér allt og er tileinkað því sem að vonin og trúin getur gert fyrir alla.

Myndbandið er framleitt og leikstýrt af Álfrúnu Kolbrúnardóttur og lagið er samið af Birgi Erni Magnússyni.

Dagbjört Rúriks

Skildu eftir skilaboð