Ríkisstjóri Flórída hótar háum sektum fyrir þvingaðar bólusetningar

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur hótað sveitarstjórnum fylkisins háum sektum fyrir að skylda starfsfólk í Covid bólusetningu. Sektin er $5000 fyrir hvert og eitt brot.

Sveitarfélög eins og Orange County og Gainesville eiga mögulega yfir höfði sér milljónir dollara í sektir fyrir innleiðingu á bólusetningaskyldu.

„Við munum ekki láta reka fólk vegna skyldubólusetninga" sagði ríkisstjórinn á blaðamannafundi í Gainesville. „Maður hendir ekki út starfsfólki vegna máls sem er í raun persónuleg ákvörðun hvers og eins í heilbrigðismálum."

Skildu eftir skilaboð