Fjöldi transfólks sér eftir aðgerðinni og vill snúa til baka

frettinErlentLeave a Comment

Transkona sem sér eftir leiðréttingu á kyni og hætti að taka karlhormóna árið 2018 hefur valdið deilum með því að halda fram að margir sem hafa farið í kynskiptingu sjái eftir ákvörðuninni og vilji fara aftur í upprunalega kynið.

Charlie Evans, 31 árs transkona frá Newcastle í Bretlandi, segir fjölda transfólks sem vilji snúa aftur til upprunalegs kyns hafi haft samband við sig frá því hún tilkynnti ákvörðun sína og ákvað að hætta á hormónameðferð.

Evans fæddist kvenkyns en ákvað að lifa lífinu sem karlmaður í næstum tíu ár áður en hún skipti um skoðun. Hún segist hafa fengið mikil viðbrögð frá því hún lýsti því yfir að hún myndi ekki lengur skilgreina sig sem karlmann eða taka inn meira testósterón. Hundruð þar af 30 á Newcastle svæðinu einu og sér hafa haft samband og viljað leita sér hjálpar segir hún. Ýmist til að biðja hana um að tjá sig um málið eða veita þeim stuðning sem einnig vilja skipta aftur yfir í upprunalegt kyn.

Evans segist vera í samskiptum við 19 og 20 ára unglinga sem hafa farið í kynleiðréttingaraðgerð en sjá nú eftir því. Aðgerðin hefur ekki hjálpað þeim eins og þeir vonuðust til og þeim líður ekki betur eftir breytinguna. Þeir vilja vita hvaða valkostir eru í boði núna. Aðgerðirnar eru óafturkræfar t.d í tilfelli karlmanna þar sem ekki er hægt að græða getnaðarlim aftur á eftir hann hefur verið fjarlægður. Þeir geta því aldrei eignast börn eða stundað ,,eðlilegt" kynlíf. Það er heldur ekki hægt að endurheimta brjóst sem innihalda mjólkurkirtla hjá konum. Það vantar rannsóknir á því hversu margir sjái eftir aðgerðinni.

Evans, sem gerði sögu sína opinbera árið 2018, segist vera hissa á fjölda þeirra sem hafa haft samband og eru upplifa það sama.

Mér fannst ég verða að gera eitthvað," segir Evans.
21 árs gömul kona sem leitaði til hennar sagði að kynskiptiaðgerðin hefði ekki bætt kynferðislega vanlíðan sína og því í raun gert illt verra. Henni fyndist hún líka þurfa að forðast LGBT (lesbian, gay, bisexual, transgender) samfélagið þar sem hún upplifði sig sem svikara.

Konan hafði skilgreint sig sem karl síðan hún var 13 ára. Eftir að hafa farið í testósterónmeðferð dýpkaði rödd hennar, andlitið var hárugt og líkaminn fór að breytast. Hún átti að gangast undir brjóstaskuðsaðgerð í sumar en fór að skipta em skoðun í maí og ákvað að hætta að taka hormónin og fór að skilgreina sig aftur sem konu.

Konan sem vildi láta kalla sig Ruby segist einnig hafa verið með átröskun sem er heilasjúkdómur, og að hún telji ekki að sá sjúkdómur hafi verið rannsakaður nægilega í meðferðarlotunum sem hún sótti í gegnum kynvitundarþjónustu.

„Þegar ég var á kynlæknastofu til að fá ávísaða hormóna, áttum við fund þar sem ég fór yfir geðheilbrigðismál mín og sagði þeim frá átröskun minni sem þeim fannst ekki gefa til kynna að gæti tengst kynhvöt minni," segir hún.

„Fyrir alla sem eru með kynhvöt, hvort sem þeir eru trans eða ekki, þá vil ég fleiri möguleika fyrir okkur því að ég held að kerfið segi bara, „allt í lagi, hér eru hormónarnir, hér er skurðaðgerðin, þú ferð. “Ég held að það sé ekki gagnlegt fyrir neinn. “

The Detransition Advocacy Network

Evans hefur stofnað góðgerðarstofnun sem heitir The Detransition Advocacy Network og hélt sinn fyrsta fund árið 2018. Hagsmunasamtökin hafa það að markmiði að veita því transfólki leiðbeiningar sem vill fara aftur í upprunalegt kyn eftir kynskiptiaðgerðir.

Evans, sem er sjálfstætt starfandi rannsóknablaðamaður, hefur sagt á twitter: „Við vitum að það er ekkert til neitt sem heitir stráka- eða stúlkuheili og að þú getur ekki fæðst með rangan heila. Við þurfum að vera hugrökk og standa saman.

Kynskiptiaðgerðir eru í boði fyrir börn allt niður í þriggja til fjögurra ára og hefur NHS (National Health Services) í Bretlandi byrjað að bjóða upp á fræðslu um kynskipti fyrir börn allt niður í þriggja til fjögurra ára og hefur þátttaka í fræðslunni rokið upp.

Samtökin Tavistock og Portman NHS Trust, segja að miðað við stöðuna fyrir tíu árum, hafi þátttakan stóraukist eða um 3200%, en hlutfall hjá stúlkum hafi aukist um 5337%.Með gögnum sem sýna að tilvísanir eru algengari en nokkru sinni fyrr, benda samtökin á að tilfelli þeirra sem vilja hætta við kynskiptinguna muni einnig hækka.

Heimild: News Medical Life Science

23 maí 2021: Umfjöllun fréttaskýringarþáttarins 60 minutes um málefnið 

Fréttastöðin SkyNews fjallaði einnig um málið sem má finna hér

Umfjöllun BBC má sjá hér


Image

Skildu eftir skilaboð