Þögull upplýsingafulltrúi Landspítalans

frettinInnlendarLeave a Comment

Ekki náðist samband við nýja upplýsingafulltrúa Landspítalans í dag, Andra Ólafsson. Fulltrúinn svarar heldur ekki fyrirspurnum póstleiðis um hvort ungmennið sem sem nú liggur á spítala vegna Covid hafi fengið Covid bóluefni. Ekkert barn eða unglingur hefur hingað til þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi vegna sjúkdómsins. Nú þegar um 68% barna á aldrinum 12-15 ára hafa fengið a.m.k. einn skammt, og meirihluti 16 - 18 ára fengið báða skammta, þá gerist það að barn leggst inn á sjúkrahús með Covid. Það virðist þó vera hálfgert hernaðarleyndamál í kringum það hvort barnið hafi verið bólusett við Covid eða ekki.

En eins og fram hefur komið, hindra þessu nýju bóluefni hvorki smit né veikindi og verða því að teljast frekar óhefðbundin bóluefni.

Miðað við undangenginn áróður yfirvalda, lækna og prófessora í bólusetningarmálum barna, má þó gera ráð fyrir að unglingurinn hafi fengið bóluefni. Annars hefði hið gagnstæða væntanlega komið fram sem gæti sýnt fram á „nauðsynlegheit" nýju lyfjanna og styrkt áróðursherferð sérfræðinga og vísindamanna hér á landi.

Upplýsingar sem þessar hljóta að varða almenning á tímum heimsfaraldurs og eru að gefnu tilefni ekki brot á persónuverndarlögum.

Uppfært: Fréttastofa RÚV hefur greint frá því að unglingurinn sem um ræðir er bólusettur og veiktist nokkrum dögum eftir bólusetninguna.


Image

Skildu eftir skilaboð