Umboðsmaður Alþingis beðinn álits á synjun ráðuneytisins

frettinInnlendarLeave a Comment

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis hefur verið beðinn álits á synjun heilbrigðisráðuneytisins og staðfestingu úrskurðarefndar um upplýsingamál þar á, um aðgang íslensks ríkisborgara að þeim samningum sem íslenska ríkið hefur gert við lyfjafyrirtækin um bóluefnakaup. Meðal annars segir úrskurðarnefndin að þó almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns, þá eigi það ekki við í þessu tilfelli vegna hagsmuna samningsaðila og opinberun gæti meðal annars raskað afhendingu bóluefnanna.

Þess má geta að nokkra þessara samninga er þegar að finna á veraldarvefnum, t.d. samning ESB ríkjanna við Pfizer sem finna má hér.

Samningurinn er merktur „viðkvæmur" á flestum blaðsíðum en ekki „trúnaðarmál". Á bls. 54 í samningnum má til dæmis lesa að að líkurnar á að framleiðsla virks bóluefnis misheppnist séu mjög miklar eða:

„Samningsaðilar skilja að þróun öruggra og virkra bóluefna er afar flókin framkvæmd og líkurnar á að hún misheppnist eru mjög miklar. Þess vegna verða gerðir fyrirframgreiddir kaupsamningar við nokkra leiðandi bóluefnaframleiðendur, til að hámarka líkurnar á að fá a.m.k eitt öruggt bóluefni."

Samningurinn er undirritaður í nóvember 2020 en í sama mánuði segir forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar að bóluefni Pfizer lofi feikilega góðu og komi í veg fyrir smit í um 90% tilfella eða orðrétt:

„Þetta bólu­efni hef­ur alltaf þótt feiki­lega lof­andi," seg­ir Kári um fregn­ir af bólu­efni sem fram­leitt er af lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer og líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Bi­oNTech. Hef­ur bólu­efnið í 90% til­vika komið í veg fyr­ir Covid-19-smit í þriðja fasa lyfjaþró­un­ar­inn­ar. „Það þykir feiki­lega góður ár­ang­ur, betri en ár­ang­ur­inn af flest­um in­flú­ensu­bólu­efn­um. Því er þetta af­skap­lega góð niðurstaða.“ mbl.is

Rannsóknirnar sem forstjórinn vísar í virðast því engan veginn endurspegla raunveruleikann því eins og komið hefur fram koma lyfin ekki í veg fyrir smit eða leiða til ónæmis eins og almennt gerist með hefðbundin bóluefni. Ef eitthvað er virðast þau jafnvel ýta undir smit sbr. þessa mynd.


Image

Skildu eftir skilaboð