Fréttir

Ríkissaksóknarar 24 ríkja hóta Biden lögsókn

frettinErlentLeave a Comment

Ríkissaksóknari Ohio, Dave Yost, hefur bæst í hóp með ríkissaksóknurum annarra ríkja sem hafa hótað Biden forseta lögsókn, innleiði hann skyldubólusetningar í landinu.

Alls hafa ríkissaksóknarar 24 ríkja sent forsetanum bréf sem útskýrir lagaleg atriði í þessum áformum forsetans sem fela í sér skyldubólusetningar í fyrirtækjum sem eru með 100 starfsmenn eða fleiri. Starfsfólkið þarf annað hvort að fara í bólusetningu eða fara reglulega í Covid próf, annars verður það rekið úr starfi.

Saksóknarar þessara ríkja sendu forsetanum bréfið:
Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, Florída, Georgia, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, New Hampshire, Norður Dakota, Oklahoma, Ohio, Suður Carolina, Suður Dakota, Texas, Utah, West Virginia og Wyoming.

Allt eru þetta repúblikanaríki.

Dagblaðið The Columbus Dispatch sagði frá.

Skildu eftir skilaboð

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?