Ráðgjafanefnd FDA ráðleggur gegn þriðja skammti fyrir almenning

frettinInnlentLeave a Comment

Föstudaginn, 17.september, greiddi mikill meirihluti ráðgjafanefndar FDA í Bandaríkjunum atkvæði gegn almennri notkun á þriðja skammti frá Pfizer fyrir 16 ára og eldri. Nefndin vildi aðeins ráðleggja þriðja skammtinn fyrir 65 ára og eldri og fyrir þá sem eru í áhættuhópum. 

Nefndin sem samanstendur af utanaðkomandi sérfræðingum var fyrst spurð hvort þriðji skammturinn væri öruggur og virkur fyrir alla 16 ára og eldri. Mikill meirihluti greiddi atkvæði gegn því og lýsti því yfir að ekki væru til staðar næg gögn sem sýndu fram á öruggi örvunarskammta.

„Það er verið að biðja okkur um að samþykkja þrjá skammta fyrir 16 ára og eldri án nokkurra skýrra sannanna fyrir því að þriðji skammturinn sé til einhvers gagns fyrir þann hóp eins og hjá þeim eldri." Þetta sagði Dr. Paul Offit, yfirmaður á barnaspítala í Philadelphiu. 

Niðurstaða nefndarinnar gæti sett áætlun bandaríkjaforseta í uppnám en hann hefur þrýst á að byrjað verði að gefa öllum borgurum þriðja skammtinn núna í september.

Þessi ráðlegging nefndarinnar á aðeins við um þá sem áður hafa þegið Pfizer bóluefnið, ekki þá sem hafa fengið annars konar bóluefni.

Nefndin lýsti einnig efasemdum sínum á niðurstöðu Pfizer sem heldur því fram að mótefni frá fyrri skömmtum færi dvínandi og því þyrfti þriðja skammtinn.

Sjá nánar um þessa frétt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.