Vinstri flokkarnir mest hlynntir islamsvæðingu á heimsvísu

frettinInnlendarLeave a Comment

Nú eru 20 liðin ár frá árás Al Qaeda á World Trade Cent­er. Þessi árás mark­aði upp­haf stríðs gegn hryðju­verkum - stríðs gegn öfga­sam­tökum Islamskrar hug­mynda­fræði. Mér er þessi glæpur í fersku minni enda fylgd­ist ég með far­þega­flug­vél­unum lenda á tví­bura­t­urn­unum í beinni útsend­ingu - eins og nán­ast heims­byggðin öll. Mér er það einnig minnistætt hvað fór í gegnum huga minn í kjöl­far­ið. Að nú myndu Banda­ríkin stíga í gildru öfga­sam­tak­anna og bregð­ast við með umfangs­miklum hern­að­ar­að­gerðum og inn­rásum í stað þess aug­ljósa – að elta uppi þá ein­stak­linga sem að þessum hryðju­verkum stóðu og draga til ábyrgð­ar. Banda­ríkin höfðu sann­ar­lega getu til að finna alla þá sem tengd­ust skipu­lagn­ingu hryðju­verk­anna ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara þá leið. En slíkt var ekki gert fyrr en seint og um síð­ir. Síðan hefur heims­byggðin mátt fylgj­ast með hörmu­legum afleið­ingum styrj­alda í Írak, Afganistan, Sýr­landi og Líbýu. Styrj­öldum sem var ætlað að upp­ræta öfga­sam­tök sem sækja kenn­ingar sínar í hug­mynda­fræði sem dreifir sér nú hraðar en nokkru sinni fyrr um heims­byggð­ina. Styrj­öldum sem í raun áorka litlu meira en að valda tjóni á þjóð­fé­lags­kerfum og fólki á sama tíma og rót vand­ans, öfga­túlkun hug­mynda­fræð­inn­ar, fær­ist í auk­ana.

Hver er afstaða Íslend­inga til Islam?

Nú eru 20 liðin ár frá árás Al Qaeda á World Trade Cent­er. Þessi árás mark­aði upp­haf stríðs gegn hryðju­verkum - stríðs gegn öfga­sam­tökum Islamskrar hug­mynda­fræði. Mér er þessi glæpur í fersku minni enda fylgd­ist ég með far­þega­flug­vél­unum lenda á tví­bura­t­urn­unum í beinni útsend­ingu - eins og nán­ast heims­byggðin öll. Mér er það einnig minnistætt hvað fór í gegnum huga minn í kjöl­far­ið. Að nú myndu Banda­ríkin stíga í gildru öfga­sam­tak­anna og bregð­ast við með umfangs­miklum hern­að­ar­að­gerðum og inn­rásum í stað þess aug­ljósa – að elta uppi þá ein­stak­linga sem að þessum hryðju­verkum stóðu og draga til ábyrgð­ar. Banda­ríkin höfðu sann­ar­lega getu til að finna alla þá sem tengd­ust skipu­lagn­ingu hryðju­verk­anna ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara þá leið. En slíkt var ekki gert fyrr en seint og um síð­ir. Síðan hefur heims­byggðin mátt fylgj­ast með hörmu­legum afleið­ingum styrj­alda í Írak, Afganistan, Sýr­landi og Líbýu. Styrj­öldum sem var ætlað að upp­ræta öfga­sam­tök sem sækja kenn­ingar sínar í hug­mynda­fræði sem dreifir sér nú hraðar en nokkru sinni fyrr um heims­byggð­ina. Styrj­öldum sem í raun áorka litlu meira en að valda tjóni á þjóð­fé­lags­kerfum og fólki á sama tíma og rót vand­ans, öfga­túlkun hug­mynda­fræð­inn­ar, fær­ist í auk­ana.

Gallup var falið að vinna könnun grund­vall­aða á hlut­lausri aðferða­fræði um við­horf Íslend­inga til trú­mála og útbreiðslu Islam. Könn­unin fór fram 27. ágúst – 6. sept­em­ber 2021. Úrtakið var 1624 manns af öllu land­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­valdir úr við­horfa­hópi Gallup. Nið­ur­staða þess­arar könn­unar varpar ljósi á mik­il­vægi henn­ar.

Vert er að taka fram, að svar­endur í Gallup könn­un­inni eru Íslend­ingar á öllum aldri og af mis­jöfnum trú­ar­brögð­um, þ.m.t. Kristni og Islam - en einnig þeir sem aðhyll­ast enga trú. Svörin end­ur­spegla því við­horf Íslend­inga, óháð upp­runa, kyni, stöðu, stjórn­mála­skoð­un, efna­hag, menntun eða trú.

Spurt var:

Hversu hlynnt(­ur) eða and­vígur ertu útbreiðslu Islam­trúar á heims­vísu?

  

Nið­ur­staðan er afger­andi. Mik­ill meiri­hluti svar­enda er and­vígur Islam og lít­ill minni­hluti er hlynntur Islam. Við­horf milli and­vígra og hlynntra er nán­ast tífald­ur.

Hvað veld­ur? Eru menn­ing­ar­heimar trú­ar­bragð­anna, Kristni og Islam svo ólíkir að þeir geti ekki aðlagast?

Snúa við­horf Íslend­inga í könn­un­inni um vernd og tryggð við Kristna trú? Um verndun tján­ing­ar­frels­is­ins? Um verndun lýð­ræð­is­ins? Um verndun á rétt­indum kvenna og virð­ingu fyrir þeim? Um verndun á rétt­indum stúlkna til jafns drengja? Um verndun á litlum drengjum gagn­vart umskurn? Um verndun rétt­inda hinsegin fólks? Um verndun dýra? Um varúð gegn póli­tískum og rétt­ar­fars­legum áhrifum sharia laga gegn um trú­ar­brögð?

Hver er reynsla ann­arra þjóða?

Hér er mörgum spurn­ingum ósvarað og þess vegna mik­il­vægt að almenn­ingur og stjórn­mála­fólk hafi kjark til að taka þátt í opinni for­dóma­lausri umræðu um mál­efni sem þjóðin hefur jafn sterka skoðun á. Til þess var könn­unin gerð og um þetta snýst lýð­ræðið og tján­ing­ar­frels­ið.

Ef til vill hefur þessi afger­andi nið­ur­staða hér heima eitt­hvað með sögu okkar og menn­ingu að gera. En íslensk þjóð tók frið­sam­lega upp kristna trú fyrir rúm­lega þús­und árum síðan og hefur því verið kristin frá land­námi eða því sem næst. Kristni er því sam­ofin þeirri þjóð­fé­lags­gerð sem við búum við í dag og flestu fólki líkar við.

Þegar heims­byggðin horfir til þeirra sam­fé­laga sem til fyr­ir­myndar telj­ast í lífs­kjörum, s.s. tekju­jöfn­uði, rétt­ar­kerfi, rétt­indum hinsegin fólks, jafn­rétti kvenna og karla, rétt­indum stúlkna og drengja, vel­ferð dýra, jöfnum aðgangi að heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un, tján­ing­ar­frelsi og lýð­ræði, er gjarnan bent á Norð­ur­löndin sem fyr­ir­myndir ann­ara þjóð­ríkja.  Af hverju? Hvað er það sem ein­kennir þessar þjóð­ir? Jú, þessar þjóðir grund­valla þjóð­fé­lags­skipan sína á friði og mann­helgi – setja heilsu og vel­ferð ein­stak­linga og fjöl­skyldna í for­grunn. Það er því ekki til­viljun að Norð­ur­löndin öll; Ísland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land und­ir­striki menn­ing­ar­legar rætur sínar með því að heiðra tákn kristn­inn­ar, sjálfan kross­inn í þjóð­fánum sín­um.

Nú skal árétt­að, að könnun þessi hefur ekk­ert með við­horf Íslend­inga til inn­flytj­enda eða flótta­manna af ýmsum trúa­brögðum að gera, heldur við­horf til hug­mynda­fræði trú­ar­bragða og menn­ing­ar­legra áhrifa þeirra. Könn­unin leggur heldur ekk­ert mat á afstöðu höf­und­ar, né hvor menn­ing­ar­heim­ur­inn er betri eða síð­ri; núver­andi menn­ing Íslend­inga eða Islam. Heldur hvorn menn­ing­ar­heim­inn Íslend­ingar kjósa sem sinn, eða öllu heldur EKKI sem sinn.

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 25. Sept­em­ber 2021

Lýð­ræði byggir á frjálsu vali almenn­ings til mál­efna gegnum stjórn­mála­flokka á fjög­urra ára fresti. Þegar skoðað er við­horf almenn­ings til þessa til­tekna mál­efnis með til­vísun í stjórn­mála­skoð­an­ir, má draga þá ályktun að val­kostir kjós­enda séu nokkuð skýr­ir: Kjósi fólk vinstri flokk­ana; Sam­fylk­ingu, VG, eða Við­reisn (ekki vinstri flokk­ur), mun það kjósa flokka sem eru MINNST and­vígir áhrifum trú­ar­bragða Islam á íslenska menn­ing­u.

En kjósi fólk hægri flokka; Sjálf­stæð­is­flokk (xD) og miðju­flokk­ana; Fram­sókn og Mið­flokk ásamt Flokk fólks­ins, mun fólk kjósa stjórn­mála­flokka sem eru MEST AND­VÍGIR áhrifum trú­ar­bragða Islam á íslenska menn­ingu.

Höf­und­ur, (sem kost­aði könnun þessa), er óflokks­bund­inn áhuga­maður um tján­ing­ar­frelsi, virkt lýð­ræði, Kristna trú og betra líf svo fátt eitt sé nefnt.


Skildu eftir skilaboð