Aðrar reglur gilda um samkvæmi nemenda og stjórnmálamanna

frettinInnlendarLeave a Comment

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur farið fram á covid próf vegna framhaldsskólaballs sem haldið verður í vikunni. Nemendur þurfa að geta sýnt fram á neikvætt próf sem ekki má vera eldra en 48 stunda gamalt við innganginn. Nemendum er bent á að bóka tíma á testcovid.is.

Athygli vekur að á nýafstaðinni helgi voru haldnar fjölmargar og fjölmennar kosningavökur þar sem hundruðir komu saman á vegum stjórnmálaflokkanna en þar var ekki gerð krafa um covid próf og ekki heldur gætt að nálægðartakmörkunum eða sóttvarnarreglum þrátt fyrir að reglugerð sé í gildi hvað það varðar. Fæstir voru með grímu og mikið var faðmast og fagnað.

Nokkuð ljóst er að ekki gildir það sama um alla í þessum málum og þá er jafnræðisreglan líklegast brotin og það sem verra er, stjórnmálaflokkarnir virðast ekki virða eigin lög og reglur sem settar hafa verið.

Einnig þykir merkilegt að veiran virðist hafa tekið sér frí á meðan kosningabaráttunni stóð en virðist nú samkvæmt nýjustu fréttum vera farin að blossa upp aftur, þannig frettin.is spyr sig er veiran hápólitísk?

Framhaldsskólanemendur hafa langflestir farið í bólusetningu enda var þeim meðal annars lofað þjóðhátíð ef sem flestir létu bólusetja sig. Þessi hraðpróf sem unglingarnir og fleiri þurfa að taka til að sækja fjölmenn samkvæmi hljóta að vera ákveðin yfirlýsing stjórnvalda um að bóluefnin séu gangslaus og að unga fólkið hafi verið haft af fíflum. Því hvers vegna ætti bólusett fólk að þurfa að sanna að það sé laust við sjúkdóm sem það er bólusett fyrir, til þess að geta farið á skólaball?

Fyrir skömmu var haldið fjölmennt ball hjá Versló og nemendur þurftu ekki að skila inn hraðprófi til að komast á ballið.

Sjá myndir frá samkvæmum helgarinnar hér neðar.


ImageImageImageImageImage

Skildu eftir skilaboð