Fylkisstjóri segir af sér vegna bóluefnaspillingar?

frettinErlentLeave a Comment

Gladys Berejiklian fylkisstjóri Nýja Suður Wales sem er fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér embætti í gær. Ástæðan fyrir afsögninni er sögð vera rannsókn á meintri spillingu hennar. Stofnunin ICAC ætlar að rannsaka samband hennar og Daryl Maguire sem er fyrrum stjórnmálamaður í Nýju Suður Wales og hvort hagsmunaárekstrar hafi orðið milli einkalífs og starfs Berejiklian.
 
Ástralski stjórnmálamaðurinn og viðskiptafrömuðurinn Clive Palmer sem talinn er sjöundi ríkasti maður Ástralíu lýsti því aftur á móti yfir við blaðamenn fyrir tveimur vikum að Gladys Berekjiklian hafi verið stýrt af lobbýistum í Sydney sem fái milljónir greiddar, bæði frá Astra Zeneca og Pfizer, fyrir að stjórna lokunaraðgerðum í fylkinu og að koma bólusetningaráætlunum í gegn. Sagði hann þessar upplýsingar byggjast á eigin vitneskju og að hann myndi staðhæfa þetta með glöðu geði.
 
Hér má sjá upptöku með Clive Palmer þar sem hann heldur þessu fram og birtist á Twitter í gær.
 
Í gær var það einnig tilkynnt að landamæri Ástalíu myndu opnast á næstu vikum.

Image

Clive Palmer

Skildu eftir skilaboð