Ísraelar hópast út á götu – margir við það að missa ,,græna passann“

frettinErlentLeave a Comment

Frettin.is sagði frá því í gær að mikill fjöldi „grænna passa" í Ísrael væru við það að renna út þar sem rúmlega milljón Ísraelar hafa ekki farið í þriðju sprautuna sem nú er orðið skilyrði fyrir að viðhalda passanum. Ísraelar hópuðust út á götur í Tel Aviv í gærkvöldi og mótmæltu kröftuglega enda telja þeir sig hafa verið svikna. Þeir töldust fullbólusettir eftir tvo skammta en ef þeir ekki taka þriðja skammtinn, flokkast þeir sem óbólusettir. Hver er tilgangurinn með passanum, spyrja þeir, fyrst að bólusettir smita líka.

Ísrael hefur verið kallað „fyrirmyndaríkið" fyrir að gera samning við lyfjarisann Pfizer. Samningurinn gekk út á að Ísraelar fengju fyrstir bóluefnið og í staðinn myndi Pfizer fá töl­fræði­gögn um virkni bólu­efn­is­ins. Virknin hefur verið mun minni en menn vonuðust til og er það ein helsta ástæða þess að yfirvöld í Ísrael hafa uppfært skilyrðin fyrir að viðhalda „græna passanum.

Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.

Skildu eftir skilaboð