Sóttvarnarlæknir ekki samkvæmur sjálfum sér

frettinPistlarLeave a Comment

Í byrjun ágúst lýsti Þórólfur sóttvarnarlæknir vonbrigðum sínum með að hjarðónæmi hafi ekki náðst þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar væri bólusettur. Metfjöldi smita varð nokkrum vikum eftir afléttingar. Sóttvarnarlæknir sagði að einungis ein önnur leið væri fær til að ná hjarðónæmi sem væri að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið en hlífa ætti þó viðkvæmum hópum. Hann taldi að ná ætti fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram og væri því tilvalið að gera nú því Delta afbrigðið er mun vægara en undangengin afbrigði samkvæmt tölfræði um andlát og spítalainnlagnir sem finna má á Lyfjastofnun.is

Ekki er þó annað að sjá en verið sé að koma í veg fyrir myndun hjarðónæmis og það meðal hópa sem ekki teljast viðkvæmir.

Nýlega voru haldin skólaböll í framhaldsskólum þar sem nemendur urðu að fara í hraðpróf og sýna neikvæða niðurstöðu til að komast inn á ballið. Ef markmiðið er hjarðónæmi meðal hrausta og unga fólksins a.m.k., hvers vegna eru menn enn að gera dauðaleit af smitum? Er ekki leiðin að hjarðónæmi sú að sem flestir komist í snertingu við veiruna eins og sóttvarnarlæknir sagði í sumar? 

Fjöldi barna í Brekku­skóla á Ak­ur­eyri hafa verið í sótt­kví þessa viku. Einhver þeirra máttu mæta aft­ur í skól­ann í gær en hafa nú verið send aft­ur í sjö daga sótt­kví vegna smits hjá kennara skólans. Yfir þúsund manns eru í sóttkví fyrir norðan.

Aðgerðarstjórn LSNE hefur óskað eftir því að viðburðum, æfingum og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri sé frestað fram yfir næstu helgi.

Sóttvarnarlæknir lýsir því sem sagt yfir í ágúst að ná ætti hjarðónæmi með því að láta veiruna dreifast um samfélagið en samfélagið hagar sér eins og forðast beri veiruna, sem flestum börnum og unglingum stafar lítil hætta af, eins og heitan eldinn.

Auk þess er skólaskylda í landinu og börnum 6-16 ára er skylt að ganga í skóla lögum samkvæmt. Skólaganga eru réttindi barnanna. Þess vegna má færa rök fyrir því að verið sé að  brjóta lög á grunnskólabörnum með því að hafa af þeim skólavist. Börn sem ekki eru lasin eiga auðvitað að vera í skólanum og meðal félaga sinna, ekki heima í stofufangelsi.

Fréttin.is leggur til að Þórólfur skrifi minnisblað með öllu því sem hann hefur ráðlagt og skoði hvort hann finni ekki eins og nokkrar villur í eigin málflutningi.

Skildu eftir skilaboð