Stöðva Moderna sprautur hér á landi

frettinInnlendarLeave a Comment

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefnið Moderna verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar.

Í tilkynningu segir að undanfarna daga hafi komið fram gögn frá Norðurlöndum um aukna tíðni hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu með Moderna.

Að sögn sóttvarnalæknis hefur bóluefnið undanfarna tvo mánuði nær eingöngu verið notað hér við örvunarbólusetningar eftir Janssen og eftir tveggja skammta bólusetningar aldraðra og ónæmisbældra. Þá eru örfáir einstaklingar sagðir hafa fengið seinni skammt grunnbólusetningar með Moderna.

Frettin.is sagði frá því að Svíar og Danir hafi gert alfarið hlé með Moderna fyrir 30 ára og yngri, ekki bara örvunarskammta.

Þess má geta að 19 ára stúlka hér á landi sem sagði frá lömun sinni á samfélagsmiðlum, fékk sambland af Jenssen og Moderna.

Skildu eftir skilaboð