Félag Sjálfstæðisfólks um fullveldismál fagnar komu Birgis Þórarinssonar

frettinInnlendarLeave a Comment

Hæstarréttarlögmaðurinn og formaður Félags Sjálfstæðisfólks um Fullveldismál, Jón Magnússon, er hæstánægður með vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn, hann segir að Félag Sjálfstæðisfólks um fullveldismál fagni komu Birgis Þórarinssonar alþingismanns í flokkinn.  Honum hafi verið annt um fullveldi þjóðarinnar, kristilega menningu hennar og menningararfleifð.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

,,Á stjórnarfundi í dag í Félagi Sjálfstæðisfólks um Fullveldismál, sem ég er formaður fyrir var eftirfarandi tillaga mín samþykkt með lóftaaki:

Félag Sjálfstæðisfólks um fullveldismál fagnar komu Birgis Þórarinssonar alþingismans í Sjálfstæðiflokkinn. Birgir hefur í störfum sínum á Alþingi sýnt, að honum er annt um fullveldi þjóðarinnar, kristilega menningu hennar og menningararfleifð . Félag Sjálfstæðisfólks um fullveldismál væntir því góðs samstarfs við Birgi þar sem helstu áherslur hans í þjóðmálum miðað við málflutning hans á Alþingi eru í samræmi við megináherslur félagsins."

Skildu eftir skilaboð