Mannfall og kostnaður við stríðið í Afganistan

frettinInnlendarLeave a Comment

Tæplega 20 ára stríði undir stjórn Bandaríkjanna í Afganistan er lokið og talibanar hafa tekið við stjórninni. Þetta er jafnframt lengsta stríð Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn áttu það til að gleyma stríðinu sem fékk töluvert minni athygli frá bandaríska þinginu en Víetnamstríðið. En dauðsföllin skipta tugum þúsunda. Og þar sem Bandaríkin tóku að láni mest af því fjármagni sem notað var til greiða fyrir stríðsreksturinn munu margar kynslóðir Bandaríkjamanna þurfa að greiða niður skuldirnar.

Yfirlit um kostnað og mannfall er unnið af Lindu Bilmes prófessor við Harvard Kennedy háskólann og úr verkefni um stríðsrekstrakostnað frá Brown háskólanum. Þar sem Bandaríkin voru líka í stríði í Írak á árunum 2003 - 2011 og hermenn tóku þátt í báðum stríðunum, ná sumar tölur yfir bæði stríðin.

Mannfall

2,448 bandarískir hermenn féllu í Afganistan frá upphafi stríðsins. 

3,846 verktakar á vegum Bandaríkjanna.

1,144 hermenn úr liðum bandamanna Bandaríkjanna, þar á meðal NATO ríkja.

Óbreyttir látnir borgarar í Afganistan 47,245.

Talibanar og aðrir andstæðingar 51,191.

Aðstoðarmenn 444.

Blaðamenn 72.

Stríðreksturinn greiddur með lánsfé

Harry Truman fyrrum bandaríkjaforseti hækkaði hæstu skattþrepin tímabundið um 92% til að fjármagna stríðið í Kóreu.

Lyndon Johnson hækkaði hæstu skattþrepin um 77% til að greiða fyrir Víetnamstríðið.

George W. Bush lækkaði skatta hjá þeim efnamestu í byrjun stríðanna í Afganistan og Írak um að minnsta kosti 8%.

Áætluð fjárhæð sem Bandaríkin hafa tekið að láni til að fjármagna stríðin í Afganistan og Írak til ársins 2020 eru tvær trilljónir bandaríkjadala.

Áætlaður vaxtakostnaður til ársins 2050 er allt að 6,5 trilljónir bandaríkjadala.

Fjárhæðin sem prófessor Bilmes áætlar að Bandaríkin hafi skuldbundið sig til að greiða í heilbrigðisþjónustu, örorku, útfarakostnað o.fl. fyrir um fjórar milljónir fyrrum hermanna sem tóku þátt í stríðunum í Afganistan og Írak eru um tvær trilljónir bandaríkjadala. Þessi kostnaðarliður mun ná hámarki árið 2048.

Aðrir punktar

Fjöldi skipta sem löggjafar í fjarlaganefd varnarmála (Senate Committee on Appropriations) fjölluðu um kostnað Víetnamsstríðsins er 42.

Fjöldi skipta sem sama nefndin hefur fjallað um kostnað stríðanna í Afganistan og Írak frá upphafi þeirra til sumars 2021 er fimm.

Fjöldi skipta sem fjárlaganefnd öldungadeildar bandaríkjaþings (Senate Finance Committee) hefur fjallað um kostnað við stríðin tvö frá 11.sept. 2000 til sumarsins 2012 er aðeins eitt.

Fjöldi skipta sem löggjafar hafa greitt atkvæði um að lýsa yfir stríði í Afganistan er ekkert.

Skildu eftir skilaboð