Metkuldi á Suðurskautinu síðustu sex mánuði

frettinErlentLeave a Comment

Á árinu 2021 sem einkenndist af miklum hita var aftur á móti metkuldi á Suðuskautinu á síðustu sex mánuðum. Þetta voru köldustu sex mánuðir sem þar hafa mælst.

„Frá aprílmánuði til september var meðalhitinn -60,9 á Celcius, sem er nýtt kuldamet á því tímabili,“ segir NSIDC (National Snow and Ice Data Center.)

Síðustu sex mánuðirnir eru líka myrkasta tímabilið á suðurpólnum, en þaðan kemur nafnið skautamyrkur. Þar sest sólin í síðasta sinn í kringum vorjafndægur og rís ekki aftur fyrr en í kringum haustjafndægri, sex mánuðum síðar.

Veturinn 2021 var sá næst kaldasti  í heimsálfunni sem mælst hefur, með þriggja til fjögurra gráðu hita í júní, júlí og ágúst sem er lægra en meðaltal áranna 1981 til 2010 eða -62,9 gráður á Celsíus, samkvæmt nýrri skýrslu frá NSIDC.

„Þetta er næst kaldasti veturinn (júní,júlí,ágúst) sem mælst hefur, næst á eftir árinu 2004 á því 60 ára tímabili sem mælingar hafa átt sér stað á Amundsen-Scott suðurpólsstöðinni,“ sagði NSIDC.

Hér má lesa alla greinina á CNN.

Skildu eftir skilaboð