Sveinn Hjörtur segir sig úr Miðflokknum

frettinInnlendar1 Comment

Sveinn Hjört­ur Guðfinns­son, vara­borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins í Reykja­vík, greindi frá því á face­book-síðu sinni í dag að hann hefði sagt sig úr Miðflokkn­um. 

Sveinn seg­ist hafa sagt sig frá öll­um trúnaðar­störf­um og sæti sínu sem vara­borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins í Reykja­vík, en hann var þriðji á lista flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 2018.

Sveinn Hjörtur og Sigmundur Davíð hafa lengi verið nánir vinir og kemur því úrsögnin á óvart, en eftir síðustu Alþingiskosningar var Sveinn Hjörtur m.a einkabílstjóri Sigmundar og keyrði kann á Bessastaði þar sem Inga Sæland fékk eftirminnilega að fljóta með. Andað hefur hinsvegar köldu á milli Sigmundar og Ingu eftir klausturmálið fræga sem endaði með því að Inga rak þá Ólaf Ísleifs og Karl Gauta Hjaltason úr flokknum og þeir gengu til liðs við Miðflokkin, hvorugur þeirra komst inn á þing eftir síðustu kosningar.

„Þess­um kafla lífs míns er hér með lokið. Er ekki á leið í aðra flokka, ef ein­hver ætti það að vera yrði það HLH-flokk­ur­inn,“ skrif­ar Sveinn.

Þá seg­ir hann að marg­ar ástæður séu fyr­ir úr­sögn­inni en að hann hafi ákveðið að hafa þær fyr­ir sig. 

One Comment on “Sveinn Hjörtur segir sig úr Miðflokknum”

  1. Þetta er þó málefnalegra en uppkoma Birgis, enda bara ár eftir af kjörtímabilinu.

Skildu eftir skilaboð