Háskóli í Colorado hótar óbólusettum handtöku og vísar þeim frá skólalóð

frettinErlentLeave a Comment

Háskólinn Colorado State University (CSU) hefur birt yfirlýsingu um að handtaka eigi nemendur sem eru óbólusettir, og þeim nemendum sem koma á skólalóð háskólans án þess að upplýsa um stöðu bólusetninga verði vísað frá.


Þann 27. september sl. voru birtar upplýsingar um 1.325 nemendur sem höfðu ekki enn veitt upplýsingar um bóluetningastöðu eða krafist undanþágu, og að þeim yrði þeim vísað frá skólalóðinni eða handteknir. Þetta eru um það bil fimm prósent af 27.000 nemendum skólans, samkvæmt upplýsingum frá CSU.

Háskólinn sagði að um 900 af 1.325 nemendum hafi brugðist við skilaboðunum síðan þau fóru út. Í tölvupósti dagsettum 30. september sl. kom fram að nemendur sem eru óbólusettir á háskólasvæðinu séu brotlegir við reglur skólans og hægt sé vísa þeim frá eða handtaka. Í yfirlýsingunni segir að óbólusettir „ógni öryggi og velferð háskólasamfélagsins" og að breytinging taki gildi strax og gildi til 14. maí 2022.

Heimild: Fox News

Skildu eftir skilaboð