Matvöruverslanir í Þýskalandi mega neita óbólusettum um þjónustu

frettinErlent

Matvöruverslanir í Frankfurt, Þýskalandi hafa fengið heimild stjórnvalda fyrir því að þjónusta aðeins þá viðskiptavini sem eru bólusettir við Covid eða hafa náð sér eftir sjúkdóminn og því með mótefni.

Reglurnar um „heilsupassann" sem tilkynntar voru af yfirvöldum í ríkinu Hesse, gera öllum verslunareigendum nú mögulegt að vera með svokallaða 2G reglu, þar sem eigendur geta ákveðið að synja þeim um aðgang og þjónustu, sem ekki eru bólusettir eða með mótefni gegn Covid. 

Með innleiðingu á 2G reglunni í þjónustugeiranum í um helmingi þýskra ríkja er verslunum einnig heimilt að fella niður grímuskyldu og fjarlægðartakmarkanir, segir í dagblaðinu The Local.

Hingað til hafa þessar reglur ekki gilt um matvöruverslanir heldur aðeins aðrar verslanir, kvikmyndahús og veitingastaði. Um 35% fullorðinna í Þýskalandi eru ekki bólusettir en yfirvöld hafa reynt að hvetja þá með því að beita refsiaðgerðum sem þessum.