Mótmæli við New York Times – ,,takið fjármagnið af fjölmiðlum!“

frettinErlent

Fjöldi fólks hópaðist saman fyrir framan New York Times bygginguna í New York borg í gær til að mótmæla. Mótmælendur hrópuðu: Takið fjármagnið af fjölmiðlum!"

Sjá mátti fjölda mótmælenda bera bandaríska fánann ásamt ýmsum skiltum sem á stóð; „sömu réttindi fyrir bólusetta og óbólusetta!,„heilsufrelsi NÚNA," „Let´s go Brandon“ og „F*ck Biden", eins og þetta myndband sýnir.

Fólkið var augljósleg að mótmæla umfjöllun fjölmiðla um bólusetningar sem  bandaríkjaforseti hefur gert að skyldu á landsvísu og eins hafa nokkur ríki sett sínar eigin reglur þar um. Hart hefur til dæmis verið tekið á bólusetningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna í New York og fjöldi óbólusettra lækna og hjúkrunarfólks verið sagt upp störfum. 

Texas svaraði bólusetningarskyldu forsetans aftur á móti með því að banna skylduna í ríkinu. 

Ekki er að sjá að New York Times hafi sagt frá mótmælunum.