Vöruskortur og hátt vöruverð verður þar til allir heimsbúar eru bólusettir

frettinErlent

Varamaður fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Wally Adeyemo, varar við því að vöruskortur og hátt vöruverð muni halda áfram þar til allir Bandaríkjamenn og allir heimsbúar hafa verið bólusettir við Covid. 

Skortur er á vöruflutningamönnum í Bandaríkjunum og þar af leiðandi situr fjöldi vörugáma óhreyfður við hafnirnar.

„Við búum þessa dagana í hagkerfi sem er að ganga í gegnum breytingar, hluti af þeim breytingum er hátt vöruverð. Eina leiðin til að snúa þessu við er að allir Bandaríkjamenn og allir heimsbúar láti bólusetja sig, þess vegna er forsetinn að einblína á að allir fari í bólusetningu," sagði Adeyemo í viðtali á sjónvarpsstöðina ABC News Prime.


Image