Bóluefnapassar taka gildi í Skotlandi

frettinErlent

Bóluefnapassar skosku ríkisstjórnarinnar hafa tekið gildi frá og með deginum í gær.

Inn á næturklúbba og stærri viðburði eins og suma fótboltaleiki má aðeins hleypa þeim sem geta sýnt fram á að hafa fengið tvo skammta af Covid bóluefni. Fólk í Skotland getur halað niður eða fengið pappírsafrit af skírteini með QR kóða. Allir eldri en 18 ára verða nú að sýna að þeir hafi fengið tvo skammta af bóluefninu áður en þeim er hleypt inn á tiltekna staði og viðburði, þar á meðal næturklúbba og aðra skemmtistaði fyrir fullorðna, standandi innanhúsviðburði með fleiri en 500 manns, standandi útiviðburði með fleiri en 4.000 manns,  alla viðburði þar sem fleiri en 10.000 manns mæta.

Gerð er krafa um að fyrirtæki og aðrir sem halda viðburði setji upp „sanngjarnt kerfi" til að kanna bólusetningastöðu viðskiptavina.

BBC segir frá.