Vesturlönd greiði $750 milljarða árlega fyrir fátæk ríki vegna loftslagsmála

frettinErlent

Á loftslagsráðstefnu í London í júlí sl. afhenti umhverfisráðherra Suður-Afríku, Barbara Creecy, auðugustu ríkjum heims háan reikning, rúmlega $750 milljarða árlega sem þarf til að greiða kostnaðinn fyrir fátækari ríki til að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og verja sig fyrir hlýnun jarðar.

Fjárhæðinni var mætt með þögn af hálfu John Kerry, sérstaks erindreka Bandaríkjanna í loftslagsmálum að sögn Zaheer Fakir, ráðgjafa Creecy. Embættismenn annarra Vesturlanda sögðust ekki vera tilbúnir til að ræða svo háa upphæð.

Vesturlönd voru þegar í erfiðleikum með að standa við fyrri skuldbindingar um aðstoð til fátækra ríkja vegna loftslagsmáa. Í áratugi hafa vestræn ríki sem bera ábyrgð á gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda lofað að greiða fátækari ríkjum fyrir breytingar í orkumálum en þau hafa ekki enn staðið við það loforð til fulls. Nú hefur kostnaðurinn við samvinnu þróunarríkja hækkað mikið.

Í lok mánaðar munu samningamenn frá nánast öllum ríkjum hittast á tveggja vikna loftslagsráðstefnu í Glasgow, sem er fyrsta stóra ráðstefnan frá því að ríkisstjórnir heims undirrituðu Parísarsamkomulagið árið 2015. Markmiðið er að gera samning um að standa við samkomulagið.

Margir loftslagsvísindamenn halda því fram að án fátæku ríkjanna eigi heimurinn litla möguleika á að koma í veg fyrir skelfilegar loftslagsbreytingar. 

Fátæku ríkin setja þann fyrirvara við samningagerð að Vesturlönd veiti þeim stóraukið fjármagn til að geta tileinkað sér hreinni tækni og það sem þarf til að ná fram markmiðum um loftslagsbreytingar. Til að mynda segjast Indverjar þurfa $2,5 trilljónir á næstu 9 árum eða til ársins 2030.

Wall Street Journal segir frá.