ASÍ óttast að sala á Mílu gæti ógnað þjóðaröryggi

frettinInnlendar

Alþýðusam­bands Íslands var­ar við sölu á Mílu, sambandið ótt­ast þjóðarör­yggi lands­manna og segir al­menn­ing sitja uppi með kostnaðinn. Þetta kem­ur fram í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ.

Sím­inn langt kom­inn með sölu á Mílu sjá hér.

„Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands var­ar sterk­lega við sölu á grunnn­eti ís­lenska síma­kerf­is­ins úr landi. Innviðir fjar­skipta­kerf­is­ins eru dæmi um starf­semi sem í eðli sínu ber helstu ein­kenni nátt­úru­legr­ar ein­ok­un­ar þar sem mik­ill kostnaður við að setja upp slíkt kerfi kem­ur í veg fyr­ir sam­keppni. Slík ein­ok­un get­ur verið mjög kostnaðar­söm fyr­ir al­menn­ing, fyr­ir­tæki og op­in­bera aðila þar sem ákv­arðanir um verðhækk­an­ir eru tekn­ar ein­hliða og neyt­end­ur eiga ekki í önn­ur hús að venda. Áhrif­in geta oft marg­fald­ast í til­felli dreifðari byggða,“ seg­ir í álykt­un ASÍ.

„Íslenskt sam­fé­lag sæti uppi með kostnaðinn“

Miðstjórn ASÍ seg­ir áhættu söl­unn­ar liggja hjá ís­lensk­um al­menn­ingi en ekki hjá er­lend­um fjár­fest­um.

„Um all­an heim leit­ast fjár­magnseig­end­ur við að kom­ast yfir sam­fé­lags­lega innviði þar sem inn­kom­an er stöðug en einnig mögu­legt að draga fjár­magn út með ein­föld­um hætti. Þar geta skap­ast óeðli­leg­ir hvat­ar til að draga úr fjár­fest­ing­um og viðhaldi, selja eign­ir og skilja eft­ir lítið annað en skel utan um starf­sem­ina. Slík hætta er raun­veru­leg og í til­viki Mílu er ljóst að ís­lenskt sam­fé­lag sæti uppi með kostnaðinn, auk þess sem rösk­un á starf­semi Mílu gæti hamlað eðli­legu gang­verki sam­fé­lags­ins. Áhætt­an ligg­ur því hjá ís­lenska rík­inu og þar með ís­lensk­um al­menn­ingi, ekki hjá er­lend­um fjár­fest­um. Gróði eig­enda Sím­ans get­ur orðið skamm­góður verm­ir, en þar á meðal eru nokkr­ir líf­eyr­is­sjóðir sem sam­an­lagt fara með meira­hluta­eign og bera skyld­ur gagn­vart sam­fé­lag­inu öllu.“

Segja þjóðarör­yggi í húfi

Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd grípi til aðgerða og seg­ir mik­il­vægt að hugað sé að þjóðarör­yggi

„Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd grípi til aðgerða til að tryggja al­manna­hags­muni í mál­inu og bæti þannig fyr­ir fortíðarmis­tök þegar grunnn­et síma­kerf­is­ins var einka­vætt sam­hliða sölu á Sím­an­um. Hags­mun­ir sem varða þjóðarör­yggi eru aðeins einn hluti af stærra vanda­máli. Ekki næg­ir að vísa til umræðu á vett­vangi Þjóðarör­ygg­is­ráðs sem fram fer fyr­ir lukt­um dyr­um, enda snert­ir þetta mál sam­fé­lagið allt, upp­bygg­ingu þess og at­vinnu­líf. Stjórn­völd­um ber að standa vörð um grunn­innviði lands­ins og tryggja að þeir séu í sam­fé­lags­legri eigu.“

„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“