Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjóra til bana

frettinErlent

Ein kona er látin og annar maður slasaður eftir að leikarinn Alec Baldwin skaut að því er virðist slysaskoti við tökur á kvikmynd í New Mexico. Myndin fjallar um vesturhluta Rust á 19. öld. Halyna Hutchins, 42 ára, var skotin til bana en hún var kvikmyndatökustjóri myndarinnar og var mjög virt í sínu fagi.

Hutchins var flogið á sjúkrahús með þyrlu en lést þar af sárum sínum. Leikstjórinn Joel Souza sem er 48 ára varð einnig fyrir skoti og var fluttur af vettvangi á "Bonanza Creek Ranch" sjúkrahúsið með sjúkrabíl en er ekki talinn í lífshættu.

Lögreglan segist vera að rannsaka málið en engar ákærur hafi verið lagðar fram.

BBC greindi frá.


Image
Halyna Hutchins var 42 ára þegar hún lést.