Kanadamenn sem hafna bólusetningu fá líklega ekki atvinnuleysisbætur

frettinErlent

Vinnumálaráðherra Kanada, Carla Qualtrough, telur að fólk sem missir starf sitt fyrir að óhlýðnast reglum um bólusetningu á vinnustað, eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum.

„Þetta er skilyrði sem vinnuveitandi setur og er ekki uppfyllt að hálfu starfsmanns," sagði Qualtrough í viðtali við sjónvarpsstöðina CBC. „Og vinnuveitandi sem kýs að segja upp starfsmanni af þessari ástæðu, gerir það að verkum að viðkomandi á ekki rétt á atvinnuleysisbótum."

„Ég get sagt þér að þetta eru þær ráðleggingar sem ég hef fengið og ætla mér að fara eftir," sagði ráðherrann. Hér má horfa og hlusta á sjónvarpsviðtalið.

Heimild CBC News.