Spænska ríkið þarfa að endurgreiða borgurum sektargreiðslur vegna sóttvarnarbrota

frettinErlent

Spænskir ríkisborgarar sem látnir voru greiða sektir fyrir sóttvarnarbrot á um þriggja mánaða tímbili, verða endurgreiddar  af spænska ríkinu. Þetta kom fram  í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins þar í landi  síðastliðinn föstudag.

Endurgreiðslunar koma til vegna úrskurðar Hæstaréttar Spánar fyrr á þessu ári þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sektirnar væru brot á stjórnarskrá landsins.  Aðgerðum stjórnvalda sem lömuðu stóran hluta efnahagslífsins á tímabilinu 14. mars til 21. júní var komið á vegna neyðarástands, segja stjórnvöld. 

Innanríkisráðuneytið segir að lögreglan hafi sent út rúmlega eina milljón sekta til einstaklinga sem fóru ekki að fyrirmælum stjórnvalda. Þeir ýmist yfirgáfu heimili sín í trássi við reglur eða virtu ekki aðrar takmarkanir og reglur eins og t.d. grímuskyldu. Ekki hafa allir fengið endurgreiðslu en það mun verða gert á næstu misserum segir í yfirlýsingunni.

AP news greindi frá.