5486 tilkynntar aukaverkanir – 57 varða blóðtappa

frettinInnlendar

Í gær þann 27. október höfðu Lyfjastofnun borist 5486 tilkynningar þar sem grunur liggur á að Covid bóluefnin hafi valdið ýmsum kvillum og 32 andlátum.

Af þessum 5486 tilkynningum eru 225 flokkaðar sem alvarlegar.

Lyfjastofnun skilgreinir aukaverkun sem skaðlega og óæskilega verkun lyfs og alvarlega aukaverkun sem óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Til viðbótar þessum upplýsingum og frekari sundurliðun á grunuðum alvarlegum aukaverkunum hefur stofnunin svarað nokkrum frekari fyrirspurnum um aukaverkanir: 57 tilkynningar hafa borist vegna blóðtappa, 18 vegna hjartavöðvabólgu og/eða gollurshússbólgu. Eins hafa 68 aukaverkanir verið tilkynntar í hópnum 12-17 ára barna, þar af átta alvarlegar og 65 tilkynningar hafa borist vegna örvunarskammta.

Neðar á þessari síðu er frekari flokkun á tilkynningum sem Lyfjastofnun sendir til EudraVigilance hjá Lyfjastofnun Evrópu. Upplýsingarnar eru uppfærðar vikulega.

Þar má til dæmis sjá að 934 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun í tengslum við móðurlíf kvenna, 18 í tengslum við meðgöngu, 158 sjón eða augum, 113 hjartanu o.fl.


Image