Móðir skrifar skólastjóra harðort bréf vegna skimunar og sóttkvíar

frettinInnlendar

Móðir framhaldsskólabarna sendi eftirfarandi bréf til skólastjórans vegna smits sem upp kom í skólanum og krafa var gerð um að allur bekkurinn færi í skimun (nöfn hafa verið tekin út.)

Sæll skólastjóri 

Ég er móðir nemenda í skólanum og er með eftirfarandi spurningar og athugasemdir varðandi aðgerðir skólans vegna smits og skimunar:

Hver eru rökin fyrir þessum aðgerðum?

Á að gera börnin taugaveikluð? Vegna veiru sem skaðar þau ekki?

Á að skima hraust börn í nokkur ár til viðbótar? Hvert er endamarkmiðið?

Á ekki að vera búið að sprauta 90% nemenda með efni sem á að verja þau?

Aftur, hver eru þá rökin fyrir þessum eilífu skimunum? Hvaða taugaveiklun er skólinn að taka þátt í?

Hvenær ætla skólayfirvöld að beita skynsemi í þessum málum, þegar sóttvarnaryfirvöld eru löngu farin yfir strikið hvað varðar inngrip í líf fólks?

Sóttvarnarlæknir talaði um í haust að það væri ekkert annað í stöðunni en að láta veiruna ganga. Auðvitað, hvað annað?

Ég er gáttuð á hversu máttlaus skólayfirvöld eru gagnvart þessum aðgerðum. Það mætti spyrja hvort menntað fólk sé ekki með gagnrýna hugsun lengur?!

Hefurðu heyrt af kæru sem er að fara í gang á hendur Flataskóla? Fólk er að fara að kæra íhlutun skólayfirvalda í heilbrigðismálum barna þar. Þetta er greinilega það sem koma skal til að þessi klikkun fari að hætta.

Það hlýtur hver og einn hugsandi maður að sjá að þetta gengur út á sprauturnar, nú á að halda leikritinu um nýju fötin keisarans áfram til að koma yngstu börnunum í sprauturnar. Það er hreinlega bilun, þar sem þessi veira skaðar þau ekki.

Það væri áhugavert að fá svör við þessu, því þetta getur ekki gengið svona mikið lengur.

Ég er á móti því að þau standi í því að vera prófuð, fullhraust með nefpinna til að fá leyfi til að fara á viðburði eða hreinlega til að mega mæta í skólann. Ef þessi "test" manía heldur áfram, mega þau spýta í glas eða vera prófuð með stroku úr munni, annað ekki.

Nú er sonur minn í bekk sem var settur í sóttkví og skikkaður, (hraustur!) í hraðpróf og ég mótmæli harðlega þeim aðgerðum. Mér finnst þetta ekki fólki bjóðandi.

Hann mun vera heima í sjálfskipaðri "sóttkví" til að losna við þessi hraðpróf og ég myndi gjarnan vilja heyra frá þér varðandi þessi mál.

Bestu kveðjur,