Nánast helmingur bandarískra kjósenda vill að Anthony Fauci segi af sér

frettinErlent

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunar á vegum Rasmussen
Reports telur nánast helmingur bandarískra kjósenda að Anthony Fauci sóttvarnarlæknir hafi logið til um fjármögnun Bandaríkjanna varðandi "gain of function" (viðbótar virkni) rannsóknir í Kína, sem sumir vilja meina að hafi leitt til þróunar á COVID-19.

49 prósent svarenda í könnuninni telja að Fauci, sem er helsti ráðgjafi 
Joe Biden forseta, hafi ekki sagt satt um  fjármögnun bandaríska ríkisins á rannsóknum í Kína.

33 prósent telja að Fauci hafi sagt sannleikann en 19 prósent ​​eru óviss. Hlutfall þeirra sem telja Fauci hafa sagt satt hefur lækkað um sjö prósent frá könnun sem gerð var í júní sl., en þá töldu 40 prósent að Fauci hafi sagt sannleikann.

Fauci hefur sætt töluverðrar gagnrýni vegna þessa máls og hefur lent í nokkrum opinberum deilum við öldungadeildarþingmanninn, Rand Paul, vegna skilgreiningar á "gain of function" og hvort fjármunir bandaríska ríkisins hafi verið notaðir til slíkra rannsókna sem gerðar voru af kínverska kommúnistaflokknum.

Samhliða þessari gagnrýni eru auknar kröfur um að sóttvarnarlæknirinn segi af sér sem forstöðumaður í ónæmisfræðum við NIH og sem ráðgjafi forsetans. 46 prósent svarenda í könnuninni, sem fram fór 25. - 26 október, vilja að Fauci segi af sér.

Daily Mail greindi frá.