Segulstormur á leið til jarðar – horfðu til himins!

frettinInnlendar

Veðurstofan hefur sent frá sér tilkyningu um  að segulstormur sé á leið til jarðar og líkur séu á mikilli norðurljósasýningu í kvöld, hæg­ur vind­ur og létt­skýjað á Suður­landi og suðvest­ur­horn­inu „og því til­valið að grípa með sér heit­an drykk, góðan vetr­arfatnað og njóta ut­an­dyra,“ seg­ir í færslu á Face­book-síðu Veður­stof­unn­ar. 

Kp-gildi stormsins er 7 af 9 mögulegum.

Sjá frekar á heimasíðu veðurstofunnar.