Bólusettir jafn líklegir til að smita og smitast af Delta samkvæmt nýrri rannsókn

frettinErlent

Þeir sem hafa verið bólusettir við COVID-19 geta dreift delta afbrigðinu þrátt fyrir bólusetningu alveg jafnt á við óbólusetta, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar voru á föstudag í tímaritinu The Lancet Infectious Diseases journal.

Samkvæmt rannsókninni voru einstaklingar sem höfðu smitast af COVID-19 með svipað veirumagn, óháð bólusetningu.  Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að 25 prósent heimilisfólks sem hafði verið bólusett fengu COVID-19, en 38 prósent óbólusettra.

Vísindamennirnir skoðuðu 621 þátttakanda með einkenni  á eins árs tímabili í Bretlandi.

Þrátt fyrir að bóluefnin séu enn talin áhrifarík til að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og dauðsföll af völdum COVID-19, benda niðurstöður okkar til þess að bólusetning nægir ekki  til að koma í veg fyrir smit af Delta afbrigðinu innan heimilis meðal útsettra,“ segir í rannsókninni.

Aftur á móti bentu vísindamennirnir á að bólusetningin væri skilvirkari til að hefta smit Alfa afbrigðisins innan heimilis eða á milli 40 til 50 prósent.

Þess má geta að Alfa afbrigðið er nánast horfið og Delta tekið við og því gagnast  það bóluefni sem nú er í notkun lítið við að hindra dreifingu síðarnefnda afbrigðisins.

15. júlí sl. höfðu alls 6.718 smit greinst frá upphafi faraldursins hér á landi. Nú eru heildarsmit komin í 13.492. Það hafa sem sagt fleiri smitast á síðustu þremur og hálfum mánuði eftir að bólusetningum lauk að mestu en á rúmlega 16 mánuðum þar á undan.

Myndin hér neðar af þróun smita á Íslandi er dæmi um það.

Rannsóknina má finna hér.


Image