Fræga fólkið smitast hvert á fætur öðru þrátt fyrir sprautur

frettinPistlar

Fréttir berast í sífellu af þekktum einstaklingum sem hafa látið sprauta sig gegn Covid-19 en smitast svo engu að síður og þurfa að hætta við að koma fram. Fyrir vikið er tónleikum aflýst, líka þegar krafan um inngöngu er neikvætt próf eða staðfesting á bólusetningu. Á þetta til dæmis við um tónlistarmennina Jon Bon Jovi, Ed Sheeran og Bryan Adams, en allir hafa nýlega fellt niður tónleika eða frestað þeim vegna smits þrátt fyrir bólusetningu sína og sennilega flestra miðahafa á tónleika þeirra. Frá þessu segir LA Times. 

Hin fullbólusetta hljómsveit KISS aflýsti einnig tónleikaferð í september sl. eftir að Gene Simmons og Paul Stanley greindust með veiruna. Sömu sögu eru að segja af rokksveitinni Foo Fighters sem þurfti að aflýsa tónleikum í Kaliforníu í sumar vegna smits í sveitinni. Tónleikarnir voru einir af þeim fyrstu sem gerðu þá kröfu að tónleikagestir sýndu fram á bólusetningu til að fá aðgang.

Athygli vekur að orðalagið í ensku fjölmiðlunum er „breakthrough case", þ.e. smit sem hefur brotið sér leið í gegnum vörn bóluefnis. Þannig er smiti Serj Tankian, forsprakka hljómsveitarinnar System of a Down, lýst með þeim hætti. Eru slík smit notuð sem rök fyrir fleiri sprautum, sem á íslensku er stundum kallað örvunarsprauta, og jafnvel kvartað yfir því hvað sé búið að gefa fáum hópum leyfi til að þiggja slíkar sprautur.

Vernd bóluefnanna er minni en vonir stóðu til og eru höft, takmarkanir og mismunum á fólki víða ekkert á undanhaldi. Í einni rannsókn segir að ný afbrigði séu hér sökudólgurinn. Nauðsynlegt sé að þróa ný efni til að verjast þeim, og vitaskuld sprauta sem flesta í kjölfarið.  

Spurningin er bara hvort það dugi til að Jon Bon Jovi, Bryan Adams og Ed Sheeran, að ógleymdum smærri nöfnum sem þurfa að troða upp til að eiga á milli hnífs og skeiðar, fái þá að halda sína tónleika. Um það má efast með góðum rökum.