Hjúkrunarkona rekin og leidd út í lögreglufylgd því hún neitar bólusetningu

frettinErlent

Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur verið rekinn eftir að hafna Covid bólusetningu vegna trúarskoðana sinna. Konan tók upp myndband af atvikinu þar sem henni er fylgt út af sjúkrahúsinu í lögreglufylgd.

Myndbandið, sem birt var á Twitter á laugardaginn, sýnir konuna  ganga út og segja að verið sé að fjarlægja sig af Kaiser Permanente sjúkrahúsinu í Kaliforníu „vegna þess að ég vil ekki fá sprautuna.“

Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning fyrir brottvísun sinni, en hefur fundið fyrir miklum stuðningi frá samstarfsfélögum sínum.

Hjúkrunarfræðingurinn talar um mikilvægi heilsufrelsis í myndbandinu og segist vera tilbúinn að missa öryggi sitt, vinnuna, húsið sitt og allt fyrir frelsið, ég vil að þið hugsið um það, segir hjúkrunarfræðingurinn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Heimild: Independent