Mannlíf viðheldur falsfrétt þrátt fyrir að hið sanna hafi komið í ljós – fjarlægir athugasemdir

frettinInnlendar

Blaðamaðurinn Salome Friðgeirsdóttir skrifaði heldur ómerkilega frétt í gær um að mál Semu Erlu Serdaoroglu hafi verið fellt niður en lætur enn að því liggja að Margrét hafi beitt ofbeldi þrátt fyrir að nú sé orðið ljóst að Sema Erla hafi margoft logið um kæruefnið í fjölmiðlum. Kæruefni var hótanir en ekki líkamsrárás eins og lögreglubréfið sýnir.

Mannlíf birti fréttina með yfirskriftinni: ,,Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er.“ 

Margrét Friðriksdóttir reyndi að leiðrétta þennan misskilning á facebook síðu Mannlífs en blaðamenn þar á bæ tóku ummælin margoft út og virðast því ætla að halda falsfréttinni  á lofti. Þá setti annar blaðamaður Fréttarinnar Þórdís B. Sigurþórsdóttir einnig athugasemd undir fréttina, sem líka var tekin út.

Það má því öllu heldur segja að Sema Erla hafi ráðist að Margréti fyrir það hver hún er, hvaðan og hver hennar lífssýn er.  Sema mætti á poolstofu þar sem Margrét var stödd með vini sínum, en Sema mætti þangað með tvo bíla fulla af fólki í þeim tilgangi að henda Margréti út af staðnum og nýtti sér það að faðir sinn væri eigandi staðarins.

Sema Erla ásakaði Margréti einnig um útlendingaandúð þrátt fyrir að Margrét væri stödd á staðnum með erlendum vini frá Frakklandi. Frakkanum ofbauð hátterni Semu Erlu og vina hennar og kallaði framkomu þeirra alvarlegan fasisma sem yrði ekki liðinn í Frakklandi. Lögreglan þar í landi hefði lokað staðnum í svipuðum kringumstæðum, þ.e. að manneskju sé vísað út af almenningsstað vegna skoðanna og lífssýnar.

Starfsmaður á staðnum staðfesti frásögn Margrétar og vinar hennar við lögreglu en hann lét þau vita að Sema væri á leiðinni með hóp fólks til að henda þeim út. Það er því með ólíkindum að Sema Erla skuli snúa sannleikanum svona við sér í hag og Mannlíf heldur áfram að lepja upp ósannindin þrátt fyrir að upp hafi komist um lygina.

Athugasemdirnar sem voru fjarlægðar undir fréttinni má sjá hér að neðan.


Image
Image
Image
Image