Enginn örvunarskammtur – engin vandræðalaus ferðalög

frettinErlent

Áætlanir um að taka aftur upp sóttkví og sýnatöku í Bretlandi fyrir þá sem hafna þriðja Covid bóluefnaaskammtinum eru nú í smíðum hjá ráðuneytum landsins. Tilgangurinn er sagður vera að vernda Bretland gegn útbreiðslu nýrra kórónuveiruafbrigða.

Breskir ferðamenn sem ekki þiggja örvunarskammt af Covid standa því bráðlega frammi fyrir nýjum takmörkunum.

Reiknað er með að reglurnar verði umdeildar ef þær eru kynntar áður en flestir þeirra sem eru gjaldgenir í örvunarsprautu, hafa fengið hana. Hingað til hafa aðeins 60 prósent þegið þriðja skammtinn.

Með nýju reglunum mun skilgreiningin „fullbólusettur" þýða þrír skammtar en ekki tveir. 

Embættismenn eru ósammála um hversu fljótt eigi að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og eru að ræða ákveðinn frest sem myndi leyfa fólki að ferðast án sóttkvíar ef það hefði leitast eftir að fá örvunarskammt sex mánuðum eftir annan skammtinn, en ekki fengið boð um að mæta. 

Fyrirmyndin er Ísrael, þar sem ferðamenn hafa ekki þann möguleika að sýna fram á neikvætt PCR próf í stað örvunnarskammts af Covid bóluefni.

Daily Mail segir frá.