Meirihluti starfsmanna Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) óbólusettur?

frettinErlent

Öldungadeildarþingmaðurinn Bill Cassidy var nýlega með fyrirspurn til forstjóra Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), Dr. Walensky, á ráðstefnu sem haldin var í þinghúsinu í Washington DC.  Þingmaðurinn spurði Walensky hversu hátt hlutfall starfsmanna CDC væri bólusett við Covid?

Dr. Walensky svaraði ekki spurningunni en sagði að verið væri að vinna í því að hvetja starfsfólk til að fara í bólusetningu, upplýsa það og mennta, í þeim tilgangi að fullbólusetja stofnunina. ,,En hvert er hlutfallið?" spyr þingmaðurinn aftur. Dr. Walensky svarar: ,,Ég er ekki með þær upplýsingar fyrir þig í dag." Þingmaðurinn segist þá hafa þær upplýsingar að 75% starfsfólks í höfuðstöðvum CDC væri í fjarvinnu. ,,Er það rétt?" spyr hann. 
Walensky svarar: ,,Við fylgjum reglum heilbrigðisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar."

,,Ég er ekki að spyrja að því," segir þingmaðurinn, ,,afsakaðu ef ég er dónalegur en ég er að spyrja hér ákveðinnar spurningar,  mér hefur verið sagt að 75% af stafsfólkinu sé í fjarvinnu. Er það rétt?"
,,Ég er ekki með þær tölur í höfðinu," svarar Walensky.
,,Þegar þú horfir yfir starfsmannaganginn, er mikið af auðum vinnuborðum, eru yfir 50% borðanna auð?" spyr þingmaðurinn. ,,Ég er ekki með þær tölur í höfðinu," svarar Walensky, ,,en við erum að vinna náið með Heilbrigðisráðuneytinu og fylgjum reglunum varðandi það að snúa aftur til vinnu."

,,Það er nýleg GAO (Government Accountability Office) skýrsla sem sýnir að það er engin skipulögð vinna í gangi af hálfu ríkisstjórnarinnar við að fá fólk aftur til vinnu," segir þingmaðurinn þá, ,,...ég meina kennarar eru mættir aftur til vinnu, en mér er sagt af aðila sem þekkir til, að starfsmenn CDC sem vinna á rannsóknarstofum séu ekki í vinnunni. Ég get ekki skilið að rannsóknarstarfsmenn sem eiga að vera bólusettir og í hlífðarbúningum telji sig hafa rétt til að vera heima. Ég vil segja, við sem störfum fyrir ríkisstjórnina þurfum að sýna fordæmi, ef starfsmenn opinberra heilbrigðisstofnana bera ekki nægilegt traust til bólusetninga og hlífðarbúninga, til að snúa aftur til vinnu þá hefur það áhrif á viljann til að fjármagna opinberar heilbrigðis-stofnanir, " segir þingmaðurinn.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.