Mótmæli í Los Angeles vegna bólusetningaskyldu

frettinErlent

Þessa stundina fara fram fjöldamótmæli fyrir utan ráðhúsið  í borginni Los Angeles í Kaliforníu þar sem fólk kemur saman til að mótmæla bólusetningaskyldu. Meðal mótmælenda eru lögreglan, slökkviliðsmenn og aðrir borgarstarfsmenn. Sumir þeirra segjast vera tilbúnir að missa starfið frekar en að láta þvinga sig til hlýðni. Frestur fyrir borgarstarfsmenn rennur út 18. desember n.k.

Los Angeles sem hefur verið með hvað hörðustu Covid aðgerðir í öllum Bandaríkjunum bætti um betur í dag og kynnti til leiks ,,öryggispassann" eða SafePassLA. Til að komast inn á veitingastaði, líkamsræktarstöðvar, verslunarmiðstöðvar og kvikmyndahús þarf að sýna passann sem sýnir að viðkomandi hafi fengið Covid bólusetningu. 

Einhver aðlögunartími verður hafður á og fyrst um sinn verður krafist passans í tónleikahúsum, söfnum og ráðstefnumiðstöðvum. 

Um 72% íbúa Los Angeles, 12 ára og eldri, hafa fengið Covid bóluefni, en yfirvöld í borginni búa sig þrátt fyrir það undir fimmtu Covid bylgjuna.

Mótmælin má sjá hér að neðan.