46 ára ólympíumeistari í vaxtarækt látinn eftir hjartaáfall

frettinErlent

Ólympíumeistarinn og vaxtarræktarmaðurinn Shawn Rhoden, frá  Jamaíka, lést sl. laugardag úr hjartaáfalli. Hann bætist við þann langa lista íþróttamanna sem látis hafa skyndilega eða veikst alvarlega á síðustu fimm mánuðum. Fréttin.is birti listann yfir íþróttafólkið í gær, alls 75 manns að viðbættum Emil Pálssyni knattspyrnumanni, en listinn var fyrst birtur í þýskum fjölmiðli.

Hinn 46 ára gamli Rhoden vann hinn eftirsótta titil Herra Olympía árið 2018, þá 43 ára gamall og elsti maðurinn til að vinna keppnina. Rhoden sigraði Phil Heath, sem hafði ekki tapað keppninni í sjö ár í röð.

Rhoden fæddist í Kingston á Jamaíka árið 1975 og fór að æfa vaxtarækt snemma á tíunda áratugnum eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna. Hann komst áfram í keppninni árið 2010 eftir að hreppa 11. sætið í Herra Olympía keppninni.

Rhoden, sem tók árlega þátt í keppninni, var í þriðja sæti á mótinu árið 2012 og því fjórða 2013, aftur í þriðja árin 2014 og 2015, og í örðu sæti 2016.

Fráfall Rhoden, sem sjokkerað hefur vaxtarræktarsamfélagið, á sér stað skömmu eftir skyndilegt andlát Jenny Lyn Powell, sem tvisvar sigraði vaxtarræktarkeppnina Frú Olympía. Hún lést í svefni í júlí eftir flogakast, 49 ára gömul. Jenny Lyn er ekki heldur á áðurnefndum lista og bætist því við þann hóp íþrótta- og afreksfólks sem dáið hefur skyndilega eða veikst alvarlega á síðustu fimm mánuðum.