Singapore hættir niðurgreiðlsu á heilbrigðisþjónustu fyrir óbólusetta

frettinErlent

Í Singapore stendur nú til að hætta niðurgreiðslum á heilbrigðisþjónustu fyrir óbólusetta Covid-sjúklinga. Mun breytingin taka gildi 8. desember. Rökin eru þau að óbólusettir Covid-sjúklingar leggist þungt á heilbrigðiskerfið og er gjörgæslan sérstaklega tekin fram. Er talið að þessi aðgerð muni hvetja fleiri til að þiggja bóluefni og að álagið á heilbrigðiskerfið minnki

Í Singapore er grímuskylda sem hefur staðið yfir í marga mánuði og yfir 85% íbúa eru fullbólusettir. Engu að síður hefur smitum fjölgað mikið undanfarið. Um 75 einstaklingar eru á gjörgæslu þegar þetta er skrifað í þessu 5,5 milljón manna ríki.

Fyrr í haust bundu menn vonir við að bóluefnin virkuðu nægilega vel til að samfélagið gæti snúið á eðlilega braut. Virðast þær vonir nú brostnar og því talin þörf núna á að mismuna fólki á grundvelli bólusetningar.

Heimild: 7news