Talsmaður miðstýringar og frelsisskerðingar fær frelsisverðlaun SUS

frettinInnlendar

Geir Andersen fyrrum stjórnarmaður Sambands ungra sjálfstæðismanna(SUS), hefur miklar áhyggjur af þróun samtakanna, sem hafa yfirleitt verið akkeri einstaklingsfrelsis, frjálslyndis, athafnalífs og allra þeirra sem vilja lifa lífinu á sínum forsendum.

Geir segir að á síðustu misserum hafi orðið töluverðar breytingar á og það líti út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn og SUS hafi misst sjónar á sínum grunngildum er lúta að því að standa vörð um einstaklinginn og frelsi hans til að lifa sínu lífi á eigin forsendum. Geir segir Sjálfstæðisflokkinn og SUS hafa látið populisma og pólitískan rétttrúnað ráða för og sé því að hverfa frá grunngildum sínum. 

Pistilinn í heild sinni má lesa hér að neðan.

"Sem fyrrum stjórnarmaður SUS, þá hef ég miklar áhyggjur af þróun SUS (Sambandi ungra sjálfstæðismanna), sem hefur yfirleitt verið akkeri einstaklingsfrelsisins, frjálslyndis, athafnalífs og jú allra sem vilja lifa lífinu á sínum forsendum. Á síðustu misserum hafa orðið töluverðar breytingar, þar sem mér finnst bæði Sjálfstæðisflokkurinn og SUS hafa misst sjónar á sínum grunngildum. Grunngildin um að standa vörð um einstaklinginn og hans frelsi til að lifa sínu lífi á sínum forsendum. Í staðinn hefur XD og SUS látið populisma og pólitískan rétttrúnað ráða för, á meðan þeir eiga akkurat að halda áfram að halda þeirri hugmyndafræði á lofti að ekkert samfélag er til án einstaklingsins, og því skiptir einstaklingurinn sjálfur öllu máli til þess að allir fái að njóta sín á sínum forsendum - Allir eiga að fá að vera þeir sjálfir og ráða sér sjálfir. Meðfylgjandi eru tvö skjáskot af tveimur fréttum sem komu í dag á tímalínuna mína á facebook: a) Íslensk Erfðagreining (sem er í eigu Kára Stefánssonar) hlýtur frelsisverðlaun SUS fyrir “óeigingjarnt starf fyrir þjóðina”. b) Kári Stefánsson talar um að taka þurfi til aðgerða og “takmarka hegðun fólks” til að ná þessu “under control”.

Þessi hugsunarháttur Kára kemur mér amk. ekkert á óvart. Kári hefur í mörg ár verið talsmaður miðstýringar, frelsisskerðingar og eiginhagsmuna (á kostnað skattgreiðanda og samfélagsins í heild). Hvernig dettur SUS í hug að veita slíkum manni “frelsisverðlaun”? Ég bara spyr. Og hvar er XD í öllu þessu? Nú, sem aldrei fyrr, þurfa talsmenn XD að tala um heildrænar lausnir við COVID-19. Þá meina ég t.d. snöggra aðgerða og inngripa á LSH til að sporna við þessu aukna álagi sem talað er um. Það er því mikið prinsippmál að talsmenn SUS og XD yfirhöfuð, tali fyrir lausnum sem skerða EKKI einstaklingsfrelsið. Lausnin liggur hjá spítalanum, en ekki í takmörkunum á frelsi fólks."

Pistillinn var birtur á facebooksíðu frjálshyggjufélagsins.

Geir Andersen fv. stjórnarmaður SUS.

ImageImage