Britney Spears fær sjálfræðið aftur eftir 13 ára sviptingu

frettinErlent

Söngkonan Britney Spears fékk loks sjálfræði sitt aftur í dag eftir áralanga baráttu við föður sinn og kerfið.

Það var dómari í Los Angeles sem batt enda á sjálfræðissviptinguna sem faðir hinnar 39 ára gömlu söngkonu náði í gegn árið 2008. Britney er því með öllu frjáls ferða sinna og stjórnar fjármálum sínum frá og með deginum í dag.

Aðdáendur höfðu safnast saman fyrir utan dómstólinn í LA til að styðja söngkonuna, sem hafði lýst sviptingunni sem niðrandi.

Faðir hennar, Jamie Spears, sagði í viðtali að það væri  kominn tími til að hún næði aftur stjórn á lífi sínu. „Líf hennar var í molum og hún var í líkamlegri, tilfinningalegri, andlegri og fjárhagslegri vanlíðan,“ sögðu lögfræðingar föðursins í fyrri dómsskjölum.

Forráðarmaðurinn, faðir hennar, hafði vald yfir fjármálum hennar og starfsákvörðunum ásamt stórum persónulegum málum eins og umgengni við táningssyni hennar. Hún hafði heldur ekki leyfi til að gifta sig án samþykkis föður síns.

Á mánudaginn sagði söngkonan við 35 milljón fylgjendur sína á Instagram: „Ég hef ekki beðið um neitt meira í lífi mínu."

Ég veit að ég hef sagt ýmislegt á Instagrami mínu í reiði og ég vona þið fyrirgefið mér það en ég er bara mannleg ... og ég trúi því að þið getið sett ykkur í mín spor því mér leið ekki vel á þessum tíma, segir Britney.

BBC greindi frá.