Erling Haaland valinn íþróttamaður ársins í Þýskalandi – Rúrik Gíslason veitti verðlaunin

frettinErlent

Knattspyrnumaðurinn Erling Haaland var valinn íþróttamaður ársins af GQ í Þýskalandi á dögunum. Haaland hefur átt magnað ár með Borussia Dortmund.

Það var enginn annar en Rúrik Gíslason sem sá um að veita Haaland verðlaunin á stórri hátíð í Þýskalandi. Óhætt er að segja að Rúrik sé orðinn að stórstjörnu  þar í landi en hann hefur haft í nægu að snúast eftir að hafa sigrað dansþáttinn Allir geta dansað.

„Erling Haaland er norskt undrabarn og súperstjarna, hann er aðeins 21 árs gamall. Hann er bara að hefja sinn feril en hefur afrekað hluti sem flestir aðrir knattspyrnumenn geta ekki látið sig dreyma um,“ sagði Rúrik á hátíðinni.

„Tölfræðin talar fyrir sig, það verður erfitt fyrir leikmenn að ná hans árangri. Þrátt fyrir ungan aldur er hann talinn einn besti knattspyrnumaður í heimi.“

Haaland tók svo til máls og þakkaði fyrir sig. „Takk fyrir verðlaunin, því miður get ég ekki verið með okkur. Við þurfum hetjur til að breyta heiminum þegar kemur að rasisma, hatri og útilokunum.“

Ræðu Rúriks má sjá hér að neðan.