17 ára norskur gönguskíðagarpur úr leik eftir Covid bólusetningu

frettinErlent

Einn af fremstu gönguskíðaköppum Noregs er úr leik eftir að hafa fegngið Covid-19 bólusetningu í sumar. Daniel Aakervik segir frá aðdraganda annars tímabils síns sem keppanda í unglingaliði. Markmiðin voru himinhá en haustið hefur verið erfitt hjá hinum 17 ára gamla keppanda og óvissa um framhaldið.

Daniel Aakervik er lýst sem einum hæfileikaríkasta keppanda Noregs í skíðagöngu og skíðaskotfimi. Hann vann keppnina Hovedlandsrennet 15 og 16 ára, og ekki bara í skíðagöngu heldur líka í skíðaskotfimi. Aakervik fékk aldrei að reyna fyrir sér á Norgescup fyrir unglinga á síðasta ári þegar skíðasambandið kaus að aflýsa Norgescup fyrir unglinga vegna kórónuveirunnar í landinu. Aakervik mun því nú hefja sitt fyrsta tímabil í unglingaflokki. ,,Núna er ég í Trysil. Við verðum hér í tæpa viku til að fara aðeins á skíði. Það er gott að fá loksins snjó undir fæturna," segir Daníel. Aakervik hefur sinnt íþróttinni í allt sumar og haust. Skólinn sem hann gengur í, Wang Toppidrett Romerike, er staðsettur við hliðina á skíðahöllinni SNØ í Lørenskog. Þar notaði hann aðstöðuna tvisvar í viku og hefur því fengið dýrmætan tíma á skíðum.

,,Þetta byrjaði þegar hann fór bólusetningu fyrir nokkrum mánuðum. Daníel fór í blóðprufu strax eftir fyrsta bóluefnaskammtinn en ekkert athugavert fannst í niðurstöðum. Hann fann þó enn að eitthvað var ekki eins og það átti að vera og ákvað að fara í aðra blóðprufu stuttu síðar. Í síðustu blóðprufum hefur verið mikið af ,,rauðum tölum" og er nokkuð óvíst hvað veldur. Læknarnir telja að það geti verið aukaverkanir af bóluefninu og því æfi ég sem stendur bara rólega og ekki oft. Í fyrsta lagi er aðalmarkmiðið að ná sér vel og því er mikilvægt að byrgja sig upp af þolinmæði. Ekki fyrr en ég er orðinn alveg hress mun ég geta byrja að byggja mig smám saman upp á fyrra stig. Það er mjög leiðinlegt. Æfingarnar í sumar og haust höfðu gengið mjög vel. Mér leið ótrúlega vel, sérstaklega í sumar, segir Daníel. Æfingarvikur 15-17 tímar allt sumarið Aakervik talar um venjulegar æfingavikur sem eru um 15-17 tímar á viku."

Heimild.

Fréttin.is birti nýlega lista yfir fjölda íþrótta-og afreksmanna sem hafa skyndilega látist eða orðið veikir. Fljótlega lengdist listinn sbr. þessa frétt af Aakervik og annarri af ólympíumeistara í vaxtarrækt sem lést skyndilega fyrir stuttu.